Rafræn Masterclass vinnustofa

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration. 

📅 26. nóvember 2025
⏱️ 13:00 – 16:00
📍 Í netheimum // ZOOM
🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr 

💬 Við bendum á að vinnustofan fer fram á ensku (upplýsingar um námskeiðið á ensku má nálgast hjá skrifstofu SAF) 

Skráning fer fram hér. 

Um vinnustofuna

Í heimi þar sem ferðalangar leita ekki aðeins að áfangastað, heldur einnig tengingu, er styrkur þjónustumenningarinnar eitt öflugasta samkeppnisforskot fyrirtækja. Þessi þriggja tíma vinnustofa á netinu er sérstaklega hönnuð fyrir leiðtoga innan gestrisni og ferðaþjónustu. Áhersla er lögð á að vinnustofan sé hagnýt og veiti innsýn og verkfæri til að hrinda aðgerðum í framkvæmd sem byggja upp samheldið, ábyrgt og metnaðarfullt teymi sem skilar framúrskarandi upplifunum. 

Námskeiðið fer fram í tveimur lotum sem báðar leggja áherslu á mikilvæga leiðtogahæfni. 

Lota 1 – Að byggja upp sterka þjónustumenningu

Í fyrri hluta vinnustofunnar er fjallað um hvernig sterk þjónustumenning getur orðið að raunverulegu samkeppnisforskoti. Þátttakendur munu skoða lykilhlutverk leiðtogans í að móta þessa menningu í gegnum hegðun, samskipti og daglegar gjörðir og læra hvernig hægt er að hvetja til ábyrgðar, eignarhalds og stolts innan teyma sinna. Raunveruleg dæmi og ígrundaðar umræður munu varpa ljósi á hvernig leiðtogar geta sett þjónustustaðla sem hafa áhrif á allt fyrirtækið. 

Lota 2 – Að skapa sameiginlega framtíðarsýn og efla samstarf

Önnur lota fjallar um teymisvinnu og samstarf á milli deilda/teyma. Þátttakendur munu læra aðferðir til að skapa sameiginlega framtíðarsýn sem samræmir teymisvinnu við sameiginleg markmið. Með hagnýtum og gagnvirkum æfingum munu leiðtogar uppgötva leiðir til að auka traust, samvinnu og samlegðaráhrif milli deilda og teyma, sem að lokum bætir upplifun gesta og frammistöðu fyrirtækisins. 

Í lok vinnustofunnar munu þátttakendur hafa innsýn, hagnýt verkfæri og endurnýjaða hvatningu til að leiða með tilgangi, styrkja þjónustumenningu og byggja upp samheldnari og afkastameiri teymi. Allir þátttakendur, sem ljúka a.m.k. 120 mínútum af vinnustofunni, fá þátttökuskjal (e. certificate of participation) að henni lokinni

Um fyrirlesarann

Fyrirlesari dagsins er Nektarios Lykopantis, reynslumikill fag- og fræðimaður á sviði gestrisni og viðburðarstjórnunar með yfir tuttugu ára reynslu á alþjóðlegum vettvangi; í rekstri lúxus gististaða, veitingageiranum og stórviðburðahaldi, svo fátt sé nefnt. Nektarios starfar sem lektor við Swiss Hotel Management School og hefur helgað seinustu 12 árin því að fræða næstu kynslóð leiðtoga í gestrisni og ferðaþjónustu. Hann sameinar hagnýta stjórnunarreynslu og fræðilega þekkingu, sem endurspeglast í kennslu hans og fyrirlestrum um leiðtogahæfni, þjónustugæði og stefnumótun. 

Skráning og verð – minnum á Áttina!

Kostnaður við þátttöku er 19.900 kr á mann en félagsmönnum SAF bjóðast sérkjör – 9.900 kr á mann. Innifalið í verðinu er aðgangur að glærum að námskeiði loknu og þátttökuskjal (e. certificate of participation). 

Við minnum einnig á að möguleiki er á að sækja um styrk og/eða endurgreiðslu á kostnaði við vinnustofuna í gegnum starfsmenntasjóði. Kynntu þér málið á vef Áttarinnar – www.attin.is 

Skráning fer fram hér. 

Skráningu lýkur þriðjudaginn 25. nóvember kl. 12:00. Afbókanir þarf að tilkynna áður en skráningu lýkur með því að hafa samband við Maríu Rut Ágústsdóttur, verkefnastjóra hjá SAF, í gegnum netfangið mariarut@saf.is. 

Hlekkur á vinnustofuna verður sendur út eftir að skráningu lýkur. 

Greiðsluseðill verður sendur á viðkomandi einstaklinga eða fyrirtæki að vinnustofunni lokinni.  

Eflum hæfni og gæði í ferðaþjónustu

Samstarf Samtaka ferðaþjónustunnar og svissnesku háskólasamsteypunnar Swiss Education Group, sem á og rekur nokkra af bestu háskólum heims á sviði gestrisni-, hótel- og veitinganáms, er liður í því að auka hæfni og gæði í íslenskri ferðaþjónustu, og auka fræðslumöguleikum fyrir þá sem starfa í greininni. Við bendum á að starfsmenn hjá aðildarfyrirtækjum SAF eiga möguleika að sækja um veglega námsstyrki. Nánari upplýsingar um samstarfið og námsstyrki veitir María Rut Ágústsdóttir, verkefnastjóri hjá SAF, í gegnum netfangið mariarut@saf.is

Tengdar fréttir

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …

Á dögunum skrifuðu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður MATVÍS og Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara undir nýjan …