Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar fyrir samfélagið.
Það er skýr samhljómur í þessum viðtölum og greinum: Stjórnvöld ættu að vinna að því að styrkja samkeppnishæfni greinarinnar í stað þess að bæta við nýjum sköttum á atvinnugrein sem er nú þegar í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart öðrum áfangastöðum. Smellið til að hlusta á eða lesa nokkur þessara viðtala hér að neðan:
Útvarpsviðtöl
- Pétur Óskarsson formaður SAF og eigandi ferðaskrifstofunnar Katla-DMI ræddi stöðuna í ferðaþjónustu og þá staðreynd að Ísland sé að missa af fjölda tækifæra vegna áhugaleysis stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni þann 21. október.
- Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds Bílaleigu Akureyrar ræddi áskoranir í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja í Bítinu á Bylgjunni þann 28. október.
- Sigurður Berndsen forstjóri Hertz á Íslandi ræddi um áhrif hækkunar á vörugjöldum á ökutæki, kílómetragjalds og fleira í Bítinu á Bylgjunni þann 12. nóvember.
Sjónvarpsviðtöl
- Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni og neikvæð áhrif áformaðra skattahækkana ríkisstjórnarinnar á ferðaþjónustufyrirtæki og ferðamenn Við Magdalenu Torfadóttur í Dagmálum þann 2. nóvember.
Hlaðvarpsviðtöl
- Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins ræddi við Þjóðmál um áskoranirnar sem félagið hefur farið í gegn um og mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við bætta samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar.
- Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures og Bjarnheiður Hallsdóttir eigandi Katla-DMI ræddu um stöðu og framtíðarþróun ferðaþjónustunnar, samkeppnina við önnur ríki og samkeppnishæfni Íslands í Þjóðmálum þann 21. október.
- Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi stöðu Icelandair og ferðaþjónustunnar, flókna stöðu í alþjóðakerfinu sem hefur áhrif á reksturinn og fleira í Þjóðmálum þann 11. nóvember
Viðtöl í vef- og prentmiðlum
- Pétur Óskarsson formaður SAF ræddi óveðursskýin sem hrannast hafa upp yfir ferðaþjónustunni í viðtali við Viðskiptablaðið þann 22. október.
- Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures ræddi við Morgunblaðið um stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu og ferðaþjónustumarkaðinn þann 22. október.
- Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra voru sammála um mikilvægi þess að hætt verði að líta á markaðssetningu fyrir ferðaþjónustu sem krísuviðbragð og horfa verði til framtíðar með skipulag og fjármögnun markaðssetningar í viðtali við Morgunblaðið þann 23. október.
- Sigurður Berndsen forstjóri Hertz á Íslandi ræddi við Viðskiptablaðið um aðför stjórnvalda að rekstri bílaleiga með fyrirvaralausum skattahækkunum þann 10. nóvember.
- Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við Vísi.is um óveðursskýin yfir íslenskri ferðaþjónustu og mikilvægi þess að stjórnvöld leiti leiða til að styrkja samkeppnishæfni greinarinnar þann 4. nóvember.
Aðsendar greinar
- Diljá Matthíasardóttir hagfræðingur SAF og Konráð S. Guðjónsson eigandi Kontext fóru yfir verðmætasköpun ferðaþjónustu og samfélagslegt mikilvægi hennar í grein í Viðskiptablaðinu þann 22. október.
- Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia ræddi skattaferðalandið Ísland og gríðarlegar skattahækkanir stjórnvalda á ferðaþjónustufyrirtæki í grein á Vísi.is þann 29. október.
- Pétur Óskarsson formaður SAF vakti máls á 200 milljarða árlegu skattspori ferðaþjónustu og spurði hvort það væri ekki nóg til að fjármagna þau verkefni sem stjórnvöld telja að þurfi að vinna, í viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 2. nóvember.
- Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF fór yfir það hvernig skattahækkanir stjórnvalda á ökutæki munu hafa neikvæð áhrif og eru vondar fréttir fyrir alla landsmenn í grein á Vísi.is þann 6. nóvember.
- Helgi Eysteinsson framkvæmdastjóri Iceland Travel ræddi mikilvægi þess að stjórnvöld tryggi samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar í grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 8. nóvember.
- Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds ræddi neikvæð áhrif fyrirvaralausra skattahækkana á bílaleigur og ferðaþjónustu í heild í grein í Morgunblaðinu þann 23. október.