Hvert er umfang ferðaþjónustu í landshlutum og sveitarfélögum um allt land?
Í mælaborði ferðagagna má finna yfirlit yfir skatttekjur sveitarfélaga sem tengjast ferðaþjónustu, útsvar og fasteignaskatta af veitinga- og gistirekstri. Gögnin sýna hvernig tekjurnar þróast yfir tíma og hvernig þær dreifast milli landshluta og sveitarfélaga, sem hjálpar til við að setja umfang ferðaþjónustunnar í samhengi við fjárhag sveitarfélaga.
Skatttekjur eru mikilvægur mælikvarði á það hvernig verðmætasköpun greinarinnar skilar sér inn í nærsamfélagið. Útsvar endurspeglar atvinnu og tekjur starfsfólks, en fasteignaskattar tengjast húsnæði og atvinnustarfsemi sem þjónar gestum og íbúum. Samspil þessara tekna styrkir rekstrargrundvöll sveitarfélaga og getur skapað svigrúm til að fjárfesta í innviðum, þjónustu og uppbyggingu þar sem álag og tækifæri ferðaþjónustunnar eru mest.
Í mælaborði Ferðagagna er hægt að nálgast helstu yfirlitsstærðir um ferðaþjónustu á Íslandi. Í mælaborðinu eru tekin saman á einn stað ýmis gögn sem sýna ýmsar stærðir um ferðaþónustu á landinu í heild, í mismunandi landshlutum og alveg niður á einstök sveitarfélög. Grunnhugsunin í mælaborðinu er að ef horft er á hvert einstakt sveitarfélag sem lítið hagkerfi gefi mælaborðið upplýsingar um umfang ferðaþjónustu í því hagkerfi.
Mælaborðið tekur m.a. saman
Skatttekjur sveitarfélaga og landshluta af ferðaþjónustu skipta miklu máli fyrir getu nærsamfélaga til að veita góða þjónustu og byggja upp innviði. Þegar ferðaþjónustan skapar störf á svæðinu aukast útsvarstekjur, og þegar fyrirtæki fjárfesta í húsnæði, gistirými og annarri aðstöðu styrkjast tekjur af fasteignasköttum. Þessar tekjur hjálpa sveitarfélögum að mæta auknu álagi á vegi, sorphirðu, skipulag, öryggismál og aðra grunnþjónustu sem nýtist bæði gestum og íbúum. Þannig tengjast skatttekjur beint verðmætasköpun ferðaþjónustunnar og stuðla að sterkari fjárhagsstöðu, meiri viðnámsþrótti og betri lífsgæðum um land allt.
Skattspor ferðaþjónustunnar sýnir hvernig verðmætasköpun greinarinnar skilar sér beint í tekjur hins opinbera, þ.e. til ríkis og sveitarfélaga, í formi skatta og gjalda. SAF hefur fengið Reykjavík Economics til að reikna skattspor ferðaþjónustunnar árlega frá 2022.
Það skiptir máli að þekkja hvaða tekjum atvinnugreinar skila í sameiginlega sjóði ríkis og sveitarfélaga. Skattsporið er hluti af fjármögnun velferðar, innviða og grunnþjónustu og er lykilgagn þegar rætt er um gjaldtöku, forgangsröðun opinberra fjárfestinga og nauðsyn fyrirsjáanlegs rekstrarumhverfis sem verndar framtíðartekjur samfélagsins.
Útreikningarnir sýna skýrt að um þriðja hver króna sem ferðaþjónustan skapar í útflutningstekjur rennur beint til ríkis og sveitarfélaga sem skattkróna.
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.