Samskipti við stjórnvöld, umsagnir og vinna að bættu starfsumhverfi fyrirtækja
Samtök ferðaþjónustunnar eiga í víðtæku samráði við stjórnvöld sem hagsmunavörður ferðaþjónustufyrirtækja og eru rödd aðildarfyrirtækjanna gagnvart löggjafanum, ráðuneytum, eftirlitsstofnunum og öðrum stjórnsýslueiningum. Samtökin veita stjórnvöldum samráð og aðhald við undirbúning og framkvæmd mála, m.a. með upplýsingagjöf, ráðgjöf og umsögnum um opinber mál sem hafa áhrif á starfsumhverfi og þróun atvinnugreinarinnar.
Samtök ferðaþjónustunnar tala fyrir hagsmunum ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart stjórnkerfinu og eru reglulegur og mikilvægur samstarfsaðili stjórnvalda í öllum málefnum er varða ferðaþjónustu á Íslandi.
SAF veita alþingismönnum, ráðherrum, sveitastjórnarfólki, forstöðumönnum stofnanna og öðrum sem vinna að ákvörðunum sem snerta greinina, upplýsingar og greiningar um stöðu hennar og áhrif ákvarðana þeirra á fyrirtæki og rekstrarumhverfi. Þá veita SAF Alþingi og ráðuneytum umsagnir um lagafrumvörp og breytingar á regluverki sem varða ferðaþjónustuna.
SAF eru fulltrúar aðildarfyrirtækja í samskiptum við opinberar stofnanir á ýmsum stigum stjórnsýslunnar, t.d. ráðuneytin, Ferðamálastofu, Samgöngustofu, Umhverfisstofnun og Vinnumálastofnun. SAF taka bæði upp mál að eigin frumkvæði eða stíga inn í mál sem orðið hafa til að frumkvæði stofnana eða félagsmanna.
Umsagnir um opinber mál
Á hverju ári veita Samtök ferðaþjónustunnar stjórnvöldum umsagnir um ýmis opinber mál, þar á meðal um lagafrumvörp, lagasetningaráform,
reglugerðarbreytingar, skipulagsbreytingar og fleira. Í umsögnunum koma fram helstu ábendingar samtakanna um þau áhrif sem viðkomandi áform stjórnvalda muni hafa, m.a. á rekstur og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja, rekstur þeirra, þróun atvinnugreinarinnar og efnahagsmál í víðara samhengi.
Umsagnir SAF um opinber mál eru birtar í samhengi hvers máls á vefsvæðum viðkomandi stjórnvalda en einnig er hægt að lesa allar umsagnir sem SAF sendir stjórnvöldum hér á vefnum:
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.