Alþjóðasamstarf

SAF er aðili að og á í samstarfi við ýmis erlend ferðaþjónustusamtök og skóla

Mikilvægt samstarf við Norðurlönd og Evrópu

Hluti af starfi Samtaka ferðaþjónustunnar er að bera saman bækur sínar um starfsumhverfi greinarinnar við systursamtök á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og í Evrópu. Samskipti af þessu tagi eru afar mikilvæg og gagnleg þar sem upplýsingar sem þar koma fram nýtast í samskiptum við stjórnvöld um starfsumhverfi ferðaþjónustunnar hér á landi. Ferðaþjónusta í Evrópu á einnig sameiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart löggjafarvaldi  Evrópusambandsins og á mikil samskipti við stofnanir ESB í gegn um regnhlífarsamtök ferðaþjónustusambanda í Evrópulöndunum.

HOTREC

Samtök ferðaþjónustunnar eru formlegur aðili að HOTREC sem eru regnhlífarsamtök hótel- og veitingasamtaka í Evrópu og eru afar mikilvægur vettvangur gagnvart laga- og reglugerðabreytingum Evrópusambandsins sem hafa einnig víðtæk áhrif hér á landi. Á vettvangi HOTREC er einnig unnið í samstarfi að ýmsum málefnum sem hafa áhrif á ferðaþjónustuaðila í Evrópu, s.s. OTA’s, nýtingu tækniþróunar, deilingu upplýsinga og þekkingar milli landa o.s.frv.

SAF sækja vor- og haustþing HOTREC og taka þátt í ýmsum verkefnum, vinnuhópum og  upplýsingamiðlun á vegum samtakanna.

Nordisk Besöksnäring

Samtök ferðaþjónustunnar eru aðilar að formlegum vettvangi hótel- og veitingasamtaka á Norðurlöndunum, Nordisk Besöksnäring. Auk SAF eru þar Horesta frá Danmörku, NHO Reiseliv frá Noregi, Visita frá Svíþjóð og MaRa frá Finnlandi.

SAF hafa tekið þátt í þessu norræna samstarfi um margra ára skeið og hefur það reynst mikilvægur vettvangur í erlendu samstarfi samtakanna. Samvinna ferðaþjónustusamtaka á Norðurlöndum gefur meðal annars tækifæri til mikilvægs samanburðar við nágrannalöndin hvað varðar kjaramál, samskipti við stjórnkerfið, þróun skattheimtu á greinina, mannauðsmál og fjölda annarra sameiginlegra áskorana sem ferðaþjónustufyrirtæki glíma við. 

Evrópskir hótel- og veitingaskólar

Samtök ferðaþjónustunnar eru í samstarfi við tvær samsteypur svissneskra hótel- og veitingaskóla, annars vegar Sommet Education og hins vegar Swiss Education Group. Allir skólar beggja samsteypanna hafa löngum verið metnir á meðal bestu hótel- og veitingaskóla heims.

Sommet Education á og rekur meðal annars skólana:

Swiss Education Group á og rekur meðal annars:

 

Meðal þess sem samstarfið býður upp á eru veglegir skólastyrkir fyrir starfsfólk aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar sem eru í boði ár hvert fyrir umsækjendur um nám við skólana. 

Nordisk Persontransport

Samtök ferðaþjónustunnar eiga í miklum samskiptum við systursamtökin Nordisk Persontransport innan hópbifreiðageirans á Norðurlöndunum. Að jafnaði hittast fulltrúar samtakanna tvisvar á ári. Þessi samskipti eru afar mikilvæg við að tryggja að umhverfi í rekstri hópbifreiða hér á landi sé í samræmi við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar.

Frá fundi Nordisk Persontransport í janúar 2025

NordPass - Nordisk Passagerbåt Förening

Samtök ferðaþjónustunnar eru aðilar að samtökum útgerða með farþegaskip og -báta (Nordpass). Samtökin hittast á hverju hausti en SAF hefur einnig átt í talsverðum óformlegum samskiptum við aðila innan Nordpass og leitað upplýsinga um fyrirkomulag ferjusiglinga, mönnun, öryggisstjórnun, búnað o.fl. sem nýst hafa í samræðum og samskiptum við Samgöngustofu um fyrirkomulag ferðaþjónustusiglinga hér við land. Auk Samtaka ferðaþjónustunnar eru þar fulltrúar frá samtökum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Frá fundi Nordpass í nóvember 2024

Viltu vita meira?