Aðalfundir

Aðalfundur SAF fer með æðsta vald í málefnum samtakanna

Æðsta vald í málefnum samtakanna

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er æðsta vald í málefnum samtakanna. Þar safnast fulltrúa aðildarfyrirtækja saman og taka ákvarðanir um stjórn samtakanna, fjármál þeirra og annað sem viðkemur starfsemi þeirra. Samhliða aðalfundi eru haldnir fagfundir þar sem hver grein ferðaþjónustunnar fjallar um tengd málefni og kýs fulltrúa í fagnefndir fyrir komandi starfsár.

Samkvæmt lögum SAF fer  aðalfundur með æðsta vald í málefnum samtakanna og skal hann haldinn árlega á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl ár hvert. Stjórn SAF skal boða aðalfund skriflega með minnst 14 daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal fylgja fundarboði. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

Aðalfundur SAF er að jafnaði haldinn utan höfuðborgarsvæðisins annað hvert ár. Fundir hafa m.a. verið haldnir á Húsavík, Egilsstöðum, í Stykkishólmi og Hveragerði síðustu ár.

Aðalfundur fjallar m.a. um breytingar á lögum samtakanna og ákvarðar félagsgjald. Formaður og stjórn samtakanna eru kjörin í rafrænni kosningu í aðdraganda aðalfundar og lýkur kosningunni á fundinum.

Vilt þú senda inn tillögu, framboð eða mál fyrir aðalfund?