Málefni

Samkeppnishæfni, sjálfbærni, öryggi, ferðagögn og fleira

Ferðaþjónustan snertir allt samfélagið

Samtök ferðaþjónustunnar eru öflugur málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð.

Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er afar víð og atvinnugreinin snertir fjölmarga fleti samfélagsins sem einnig hefur af henni mjög víðtæka hagsmuni. Samtök ferðaþjónustunnar eiga í samskiptum við fjölmarga anga stjórnsýslunnar með það að markmiði að tryggja greininni gott rekstrarumhverfi og tryggja að hagsmunir atvinnugreinarinnar og samfélagsins alls fari saman. 

Þannig hafa SAF og stjórnvöld mótað ferðamálastefnu til 2030, þar sem byggt er á gögnum og sameiginlegri framtíðarsýn um þróun atvinnugreinarinnar. Samkeppnishæfni, sjálfbær þróun, og hagkvæmt rekstrarumhverfi fyrirtækjanna er í forgrunni,  em og öryggi ferðamanna og aukin hæfni stjórnenda og starfsfólks ferðaþjónustufyrirtækja.  

Ferðaþjónusta er flókin atvinnugrein sem teygir anga sína þvert á hina ýmsu málaflokka. Samtök ferðaþjónustunnar vinna því að fjölda verkefna er varða samkeppnishæni, sjálfbærni og umhverfismál, gögn og rannsóknir, fræðslu- og menntamál og öryggsimál, svo fátt sé nefnt.

Málefni SAF

Málefni