Í stjórn SAF sitja sjö fulltrúar aðildarfyrirtækja samtakanna
Stjórn samtakanna er kjörin á aðalfundi hvert ár. Stjórnina skipa formaður og sex meðstjórnendur. Formaður SAF er kjörinn sérstaklega til tveggja ára en kjörið er til embætta þriggja meðstjórnenda á hverju ári. Stjórn er kjörin með rafrænni kosningu meðal allra aðildarfyrirtækja samtakanna.
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar 2025-2026, frá vinstri: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Stefán Gunnarsson, forstjóri GJ Travel, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf og formaður.
Pétur er eigandi ferðaskrifstofanna Katla-Dmi og Viator og er formaður SAF tímabilið 2024-2026.
Erna Dís er framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum og situr í stjórn SAF tímabilið 2024-2026.
Hildur er eigandi Midgard og situr í stjórn SAF tímabilið 2025-2026.
Hildur var kjörin varamaður í stjórn tímabilið 2024-2026 en tók sæti í stjórn í aðdraganda aðalfundar SAF 2025 í stað Björns Ragnarssonar.
Ragnhildur er eigandi Lava Show og situr í stjórn SAF tímabilið 2024-2026.
Rannveig er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar og situr í stjórn SAF tímabilið 2025-2027.
Stefán er forstjóri Guðmundar Jónassonar ehf eða GJ Travel og situr í stjórn SAF tímabilið 2025-2027.
Sævar er framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð og situr í stjórn SAF tímabilið 2025-2027.
Tómas er framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs hjá flugfélaginu Icelandair og er varamaður í stjórn SAF tímabilið 2025-2026.
Jóhanna Margrét er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu PLAY og er varamaður í stjórn SAF tímabilið 2025-2026.
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.