SAF tilnefna fulltrúa ferðaþjónustu í ýmis samstarfsverkefni og starfshópa
Samtök ferðaþjónustunnar taka þátt í mjög fjölbreyttu samstarfi við opinbera aðila á öllum stjórnsýslustigum. SAF starfa einnig með öðrum félagasamtök og eiga margvíslegt samstarf við aðra einkaaðila. Samtökin tilnefna því fulltrúa ferðaþjónustunnar í fjölmargar stjórnir, nefndir og starfshópa sem tengjast atvinnugreininni, m.a. hvað varðar þróun laga- og rekstrarumhverfis, fræðslumálum, innviðauppbyggingu, umhverismálum og öryggismálum og fleira.
Stjórn SA er kosin árlega af fulltrúaráði. Hún er skipuð 20 manns auk formanns sem er formaður stjórnar. Stjórn SA mótar stefnu og megináherslur samtakanna, m.a. fyrir gerð almennra kjarasamninga.
Fulltrúar SAF: 4
Ábyrgð: Samtök atvinnulífsins
Tímabil: Viðvarandi
Framkvæmdastjórn SA er kjörin á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni ásamt sex mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna SA. Framkvæmdastjórn stýrir starfsemi SA í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Samtök atvinnulífsins
Tímabil: Viðvarandi
Fulltrúaráð SA er æðsta vald í málefnum SA milli aðalfunda. Fulltrúaráðið er skipað fjölda fulltrúa úr atvinnulífinu eða alls 102 aðilum. Fulltrúaráð er kallað saman eftir þörfum.
Fulltrúar SAF: 18
Ábyrgð: Samtök atvinnulífsins
Tímabil: Viðvarandi
Ferðamálaráð starfar samkvæmt lögum um Ferðamálastofu, nr. 96/2018. Ferðamálaráð er ráðherra til ráðgjafar um langtímastefnumótun og áætlanagerð í ferðamálum.Ferðamálaráð skal hafa yfirsýn yfir fjölþætt eðli ferðaþjónustunnar og vinna að samræmingu milli greinarinnar og stjórnvalda svo ná megi skilgreindum markmiðum langtímastefnumótunar um framtíðarþróun ferðaþjónustunnar.
Fulltrúar SAF: 2
Ábyrgð: Ráðherra ferðamála
Tímabil: Viðvarandi
Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Fulltrúar SAF: 1 (+1)
Ábyrgð: Ráðherra ferðamála
Tímabil: Viðvarandi
Hlutverk IÐUNNAR fræðsluseturs er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. Stjórn er skipuð fulltrúum eigenda. Eignarhaldi er síðan skipt til helminga milli stéttarfélaga í iðnaði og Samtaka iðnaðarins. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og ber meginábyrgð á rekstri þess.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Ráðherra ferðamála
Tímabil: Viðvarandi
Neytendamarkaðssetning fyrir íslenska ferðaþjónustu er á ábyrgð Íslandsstofu. Verkefnið Ferðaþjónusta til framtíðar er fjármagnað af stjórnvöldum. SAF, markaðsstofur landshlutanna og ráðuneyti ferðamála tilnefna fulltrúa í verkefnisstjórnina, sem stýrir verkefninu í samráði við starfsfólk og stjórn Íslandsstofu.
Fulltrúar SAF: 4
Ábyrgð: Íslandsstofa
Tímabil: Viðvarandi
viðsstjórn er rödd matvæla- og veitingagreina innan IÐUNNAR og gætir hagsmuna þeirra hvað varðar fræðsluþarfir, þjónustu og gæði. Sviðsstjórnir IÐUNNAR móta og bera ábyrgð á faglegri og fjárhagslegri stefnu viðkomandi sviðs og framkvæmd hennar. Sviðsstjórnir vinna rekstraráætlun á grundvelli stefnunnar í samráði við viðkomandi sviðsstjóra og leggja fram í upphafi hvers starfsárs til samþykktar í stjórn IÐUNNAR.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Sveinsprófsnefnd ber ábyrgð á samningu sveinsprófs og gengur frá þeim gögnum sem nota þarf við prófið. Sveinsprófsnefnd leggur fyrir skrifleg og verkleg próf. Hún fylgist með vinnutíma próftaka og skráir upphaf og endi vinnutíma hjá hverjum og einum. Á sama hátt skráir prófnefndin á matsblað (atriðalista) vinnulag próftakans, metur og gefur einkunnir fyrir vinnuhraða og verklag.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Nemaleyfisnefnd fjallar um umsóknir einstakra fyrirtækja eða meistara um heimild til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning í löggiltri iðngrein og afgreiðir þær. Ráðuneyti menntmála gefur út nemaleyfi á grundvelli afgreiðslu nemaleyfisnefndar. Nemaleyfisnefnd gengur úr skugga um að iðnfyrirtæki eða meistari er óskar eftir að taka nema á námssamning uppfylli lagaskilyrði um námssamninga og starfsþjálfun.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Starfsgreinaráðið var skipað í apríl árið 2015. Í ráðinu eiga sæti níu fulltrúar, fjórir fulltrúar tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins og einn fulltrúi er tilnefndur sameiginlega af Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands. Verkefni starfsgreinaráða eru eftirfarandi og skilgreind í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008.
Fulltrúar SAF: 2(+2)
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Fagráð um umferðarmál hefur haldið þrjá fundi á starfsárinu. Á fundunum hefur m.a. verið farið yfir slysaskýrslur í umferð, umferðaröryggi, væntanlegar áætlanir um breytingar á umferðarlögum, áætlaða Borgarlínu og áhrif Brexit á flutningamarkað hér á landi.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Náttúruverndarstofnun
Tímabil: Viðvarandi
Nemaleyfisnefnd fjallar um umsóknir einstakra fyrirtækja eða meistara um heimild til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning í löggiltri iðngrein og afgreiðir þær. Ráðuneyti menntmála gefur út nemaleyfi á grundvelli afgreiðslu nemaleyfisnefndar. Nemaleyfisnefnd gengur úr skugga um að iðnfyrirtæki eða meistari er óskar eftir að taka nema á námssamning uppfylli lagaskilyrði um námssamninga og starfsþjálfun.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Starfsgreinaráð farartækja- og flutningagreina heldur 11 fundi árlega. Ráðið sem hýst er af IÐUNNI hefur fjallað um fyrirkomulag iðnmenntunar í bílgreinum og þróun náms í flutningagreinum. Þá hefur starfsgreinaráðið á þessu starfsári komið á laggirnar námskeiðum í endurmenntun bílstjóra hjá IÐUNNI. Einnig hefur starfsgreinaráðið hvatt til þess að komið verði á fagháskólastigi bílgreina.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Í ráðinu sitja fagstjóri Leiðsöguskólans, skólameistari MK, ferðamálastjóri, fulltrúi Leiðsagnar – félags leiðsögumanna og fulltrúi SAF. Fundir eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti. Ráðið hefur fjallað um þróun námsins, áfangalýsingar, valáfanga sem boðnir eru hverju sinni, nám í svæðisleiðsögn og fleira.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Menntaskólinn í Kópavogi
Tímabil: Viðvarandi
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er einkahlutafélag í eigu Aðila vinnumarkaðarins. Markmið starfseminnar eru að veita markhópum framhaldsfræðslulaga tækifæri til að afla sér menntunar og bæta stöðu sína á vinnumarkaði með tilboðum um vottað nám, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat hjá viðurkenndum fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Tímabil: Viðvarandi
Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Þjónustan er fyrirtækjum og starfsfólki að kostnaðarlausu. Hæfnisetrið þróar fræðsluefni fyrir ferðaþjónustu í samvinnu við hagaðila, veitir ráðgjöf og aðstoð til fyrirtækja og starfar samkvæmt þjónustusamningi við ráðuneyti ferðamála.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Ráðherra ferðamála
Tímabil: Viðvarandi
Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina ogvekja athygli á verk-, tækni- og iðnnámi og þeim starfsmöguleikum sem námið hefur upp á að bjóða. Þúsundir nemenda í 8.-10. bekkjum grunnskóla sækja mótið og kynna sér iðngreinar, hvar hægt er að læra þær, fræðast um vinnubrögð og þá möguleika sem menntun í þessum greinum innifelur. Með því að fjölga nemum í iðn- og verknámi er lagður grunnur að enn öflugra og blómlegra atvinnulífi á Íslandi.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Verkiðn
Tímabil: Viðvarandi
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Hólum. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs, auka þekkingu um ferðamál og auka skilning á áhrifum ferðamennsku á hagkerfi, samfélag og umhverfi. Innlent og erlent samstarf er lykilþáttur í starfseminni, auk útgáfu fræðirita, ráðgjöf og ráðstefnu- og fyrirlestrahalds.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: RMF
Tímabil: Viðvarandi
Nefndin er skipuð til þriggja ára samkvæmt 6. gr. laga nr. 20/2016 um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er að vera verkefnisstjórn til ráðgjafar og samráðs við undirbúning stefnumarkandi landsáætlunar til tólf ára. Nefndin var skipuð 9. Febrúar 2017. Fyrsta stefnumarkandi landsáætlun verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi 2018.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Iðan fræðslusetur
Tímabil: Viðvarandi
Umhverfismerkjaráð er starfrækt utan um Svaninn, umhverfismerki Norðurlandaráðs. Haldnir eru fjórir fundir árlega þar sem farið er yfir málefni sem varða rekstur Svansins og kostnað við þátttöku bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Þá eru viðmið og kröfur yfirfarnar með reglulegu millibili.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Náttúruverndarstofnun
Tímabil: Viðvarandi
Stýrihópur Bláfánans er skipaður fulltrúum nokkurra félagasamtaka og stofnana sem koma að málefnum haf- og strandsvæða. Hlutverk stýrihópsins er að veita faglega leiðsögn í verkefninu og kemur hann saman til fundar einu sinni til tvisvar á ári. Jafnframt sinnir hluti stýrihópsins störfum innlendrar dómnefndar en starfsmenn Landverndar vinna úr umsóknum og sinna eftirliti með þeim aðilum sem flagga Bláfánanum.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Landvernd
Tímabil: Viðvarandi
Fagráð um flugmál er að vera ráðherra samgöngumála til ráðuneytis um flug- og loftferðamál. Helstu verkefni eru að fjalla um a) lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða flugmál, b) tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun, stefnumótun í flugmálum, c) önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar, mál sem eru í vinnslu í ESB og kynna innleiðingu vegna EES-gerða.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Samgöngustofa
Tímabil: Viðvarandi
Fagráð um umferðarmál hefur haldið þrjá fundi á starfsárinu. Á fundunum hefur m.a. verið farið yfir slysaskýrslur í umferð, umferðaröryggi, væntanlegar áætlanir um breytingar á umferðarlögum, áætlaða Borgarlínu og áhrif Brexit á flutningamarkað hér á landi.
Fulltrúar SAF: 1(+1)
Ábyrgð: Náttúruverndarstofnun
Tímabil: Viðvarandi
Á grundvelli samnings SAF, Reykjavíkurborgar, lögreglu og slökkviliðs var settur á laggirnar samstarfshópur samningsaðila. Hlutverk hópsins, sem fundar fjórum til sex sinnum á ári, er að endurskoða og betrumbæta samninginn sé þess þörf. Þá skoðar hópurinn einnig þróun öryggismála á veitingastöðum og nágrenni þeirra með það að markmiði að umhverfi gesta verði öruggara.
Fulltrúar SAF: 1
Ábyrgð: Reykjavíkurborg
Tímabil: Viðvarandi
Nefndin er skipuð 22 aðilum víðs vegar úr Reykjavíkurborg. Meginviðfangsefni nefndarinnar er að huga að utanumhaldi um málefni miðborgar. Stýrihópnum var ætlað að skoða núverandi fyrirkomulag og stefnuhætti og gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi gagnvart miðborginni. Einnig að fara yfir og koma með tillögur fyrir borgarráð að úthlutun styrkja til hinna ýmsu mála sem snúa að því að betrumbæta miðborgina.
Fulltrúar SAF: 2
Ábyrgð: Reykjavíkurborg
Tímabil: Viðvarandi
Ferðamálastefna til 2030 var unnin í samstarfi stjórnvalda og SAF og samþykkt á Alþingi vorið 2024. Þónokkrir starfshópar eru að störfum við útfærslu aðgerða sem mælt er fyrir um í aðgerðaáætlun ferðamálastefnunnar. Hóparnir munu skila tillögum til ráðherra á mismunandi tíma eftir verkefnum. Þeim á að vera lokið 2030.
Fulltrúar SAF: 2-4 fulltrúar í hverjum hóp
Ábyrgð: Ráðherra ferðamála
Tímabil: til 2030
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.