Skýrslur SAF og annað útgefið efni
SAF gefa út skýrslur og greiningar um ýmislegt er varðar ferðaþjónustu á Íslandi. Hægt er að nálgast útgefið efni hér á pdf formi, en nánari upplýsingar um útgefið efni má nálgast hjá skrifstofu samtakanna.
Grunur leikur á umfangsmikilli ólöglegri starfsemi sem tengist erlendum aðilum í ferðaþjónustu hér á landi, m.a. með félagslegum undirboðum, sjálfboðaliðastarfsemi og skattaundanskotum. Brotastarfsemi í ferðaþjónustu skekkir samkeppnismarkað og veldur fyrirtækjum og samfélaginu milljarða tekjutapi árlega.
Til að styðja við öfluga endurreisn hafa Samtök ferðaþjónustunnar gefið út Vegvísi um viðspyrnu ferðaþjónustu til 2025. Í vegvísinum eru dregnar saman mikilvægar áherslur um starfsumhverfi atvinnugreinarinnar og tillögur að aðgerðum stjórnvalda sem eru nauðsynlegar til að flýta viðspyrnu hennar.
Skýrsla Reykjavík Economics unnin að beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).
Fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustu, skv. skilgreiningu
Hagstofu Íslands, voru 4.598 fyrirtæki í árslok 2022.
Desember 2023
Skýrsla Hagrannsókna sf. um hagrænar afleiðingar hækkunar á virðisaukaskatti á ferðajónustugreinar í 24%. Fjallað er um áhrif slíkrar VSK hækkunar á skatttekjur ríkissjóðs, rekstrarskilyrði og þróun greinarinnar, verga landsframleiðslu og verðlag og nýtt þjóðhagslegt ferðaþjónustulíkan til að leggja heildstætt mat á áhrifin..
Skýrsla Reykjavík Economics unnin að beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) um skattaleg áhrif fyrirtækja í einkennandi greinum ferðaþjónustu 2023, skv. skilgreiningu
Hagstofu Íslands.
Febrúar 2025
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.