Stefnur

Samtaka ferðaþjónustunnar

Metnaðarfull framtíðarsýn og skýrar starfsreglur

Starf Samtaka ferðaþjónustunnar byggir á stefnu og framtíðarsýn sem aðildarfyrirtæki samtakanna hafa sett. Tilgangur samtakanna er skýr samkvæmt lögum þeirra og um þróun ferðaþjónustu í heild er horft til ferðamálastefnu til 2030 sem SAF unnu í samstarfi við stjórnvöld.

Samtök ferðaþjónustunnar gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Sameiginlegur árangur byggir á þáttöku sem flestra ferðaþjónustufyrirtækja og skýrri framtíðarsýn.

Starf Samtakanna byggir á lögum samtakanna og stefnumörkun sem unnin er af stjórn, fulltrúum aðildarfyrirtækja og starfsfólki.  

Tilgangur Samtaka ferðaþjónustunnar er tiltekinn í lögum samtakanna:

  • að ferðaþjónusta á Íslandi byggi á virðingu fyrir landi og þjóð
  • að heildarhagsmuna fyrirtækja í ferðaþjónustu sé gætt
  • að samkeppnishæf rekstrarskilyrði og heilbrigð samkeppni sé styrkt
  • að nýsköpun og fagmennska séu stoðir sem framtíð ferðaþjónustunnar hvíli á
  • að innviðir ferðaþjónustunnar styðji við framþróun hennar
  • að SAF séu sameiningartákn og talsmaður fyrirtækja í ferðaþjónustu

Í dag er fjölbreytt flóra fyrirtækja aðilar að SAF, m.a. flugfélög, ferðaskrifstofur, gististaðir, veitingahús, bílaleigur, hópbifreiðafyrirtæki, afþreyingarfyrirtæki, siglingafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem telja sig til ferðaþjónustufyrirtækja.

Samtökin starfa einnig eftir persónuverndarstefnu, samfélagsábyrgðarstefnu og samkeppnisréttarstefnu.   

Gildi Samtaka ferðaþjónustunnar

Fagmennska – SAF efla menntun og fræðslu innan ferðaþjónustunnar og stuðla að meiri hæfni og gæðum í greininni.

Ábyrgð – SAF eru ábyrg gagnvart samfélaginu og náttúrunni. Stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu og standa vörð um náttúru landsins.

Sameining – SAF sameina ferðaþjónustuna í landinu og hjálpa til við að byggja upp heilbrigt rekstrarumhverfi í greininni.

Hagsmunir – SAF tala einni sterkri röddu hagsmunaaðila gagnvart stjórnvöldum og almenningi.

 

 

Viltu hafa áhrif á stefnumótun?