Staðreyndir um ferðaþjónustu

Byggjum umræðu og ákvarðanir um ferðaþjónustu á gögnum og staðreyndum

Byggjum umræðu á gögnum og staðreyndum

Á undanförnum 14 árum hefur ferðaþjónusta vaxið í eina mikilvægustu grundvallar atvinnugrein landsins. Greinin veitir rúmlega 30 þúsund manns atvinnu, býr til þriðjung allra gjaldeyristekna þjóðarinnar, skilar meira en 155 milljörðum króna í skatta til samfélagsins árlega. Ferðaþjónusta hefur umbylt efnahag Íslands með gjörbreyttri stöðu viðskipta við útlönd, stutt við gengi krónu og kaupmátt, skapað mikinn fjölda starfa og aukið fjölbreytni í atvinnutækifærum um allt land. Engum blöðum er um það að fletta að ferðaþjónusta hefur bætt lífskjör fólks í landinu verulega á síðustu árum. Vegna þess að ferðaþjónustan er í dag orðin að mikilvægri undirstöðu lífskjara almennings á Íslandi er mikilvægt að umræða og ákvarðanir um ferðaþjónustuna byggi á gögnum og staðreyndum.

Áhersla stjórnmálaflokkanna um stefnu og aðgerðir í málefnum ferðaþjónustu

Í aðdraganda kosninga 2024 tóku samtökin viðtöl við forsvarsfólk stjórnmálaflokkanna þar sem leitast var við að leiða í ljós stefnu og áformaðar aðgerðir stjórnmálaflokkanna í málefnum ferðaþjónustunnar á næsta kjörímabili. Hægt er að horfa á öll viðtölin í spilunarlistanum hér að neðan, eða á Youtube rás SAF. Einnig er hægt að hlusta á viðtölin í hlaðvarpsformi, í Bakpokanum, hlaðvapi SAF 

Staðreyndir um ferðaþjónustu

Hér fyrir neðan eru fimm Infogram myndir sem hver og ein sýnir fimm staðreyndir um ferðaþjónustu sem tengjast lífskjörum, erlendu starfsfólki, húsnæðisverði, verðbólgu og virðisaukaskatti. Hægt er að skoða hverja mynd í fullri stærð, hlaða þeim niður eða deila á samfélagsmiðlum með því að smella á punktana þrjá sem birtast þegar farið er með músina yfir hverja mynd. Einnig er hægt að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF.

Einnig má hlaða niður pdf skjali með ítarefni sem fer dýpkar upplýsingarnar um hverja staðreynd og gögnin sem byggt er á. 

Ítarefni