Stjórn, starfsmenn, saga, lög og stefnur
Samtök ferðaþjónustunnar eru heildarsamtök ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð þann 11. nóvember 1998 þegar forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja taldi hagsmunum sínum betur borgið innan einna heildarsamtaka en margra smærri. Alla tíð síðan hafa SAF verið hagsmunavörður, þjónustuaðili og málsvari fyrirtækja í öllum greinum ferðaþjónustunnar, um allt land, smárra sem stórra.
Starfsemi SAF byggir á lögum samtakanna sem samþykkt eru á aðalfundi. Stjórn samtakanna skipa formaður og sex meðstjórnendur og skrifstofa samtakanna er staðsett í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.
Samtökin skipa fulltrúa í fjölda nefnda, ráða og starfshópa og leggja mikla áherslu á að eiga gott samstarf við fjölbreyttan hóp opinberra- og einkaaðila sem koma að ferðaþjónustu með ýmsum hætti.
Samtökin eiga einnig í miklum samskiptum við fjölmiðla, miðla gögnum, upplýsingum og fréttum um atvinnugreinina og taka þátt í opinberri umræðu sem málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.
Samtökin setja sér heildarstefnu, en einnig starfa þau samkvæmt persónuverndarstefnu, jafnréttisstefnu, samfélagsábyrgðarstefnu og samkeppnisréttarstefnu. Þá setja stjórn og fagnefndir samtakanna sér starfsreglur sem eru yfirfarnar ár hvert.
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.