Aðalfundur SAF 2025

Allar upplýsingar um aðalfund SAF á einum stað.

Skráðu þig á fundinn!

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 20.mars á Hótel Örk í Hveragerði.  Skráning er í fullum gangi og eru félagsmenn í SAF hvattir til að fjölmenna á fundinn!

Á þessari síðu er að finna mikilvægar upplýsingar um dagskrá aðalfundar SAF 2025, kosningar til stjórnar, skráningu á fundinn og praktísk atriði.

Það er mikilvægt að skrá sig til leiks. Smelltu á takkann hér að neðan:

Aðalfundargögn og bein útsending

Fulltrúar aðildarfyrirtækja geta nálgast aðalfundargögn og beina útsendingu frá fundinum hér. Aðgangsorð að gagnasíðunni hefur verið sent forsvarsfólki aðildarfyrirtækja í tölvupósti.  

Dagskrá aðalfundar SAF 2025

09.00 – 10.00   Heitt á könnunni og afhending fundargagna

10.00 – 12.00    Fagnefndafundir

12.00 – 13.00    Hádegisverður á Hótel Örk

13.00 – 13.45    Samtal um ferðaþjónustu

13.45 – 14.00    Fundarhlé

14.00 – 16.00    Aðalfundur SAF

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Ársreikningur liðins starfsárs
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um árgjald
  6. Kosningar
    1. kosning meðstjórnenda
    2. kosning löggilts endurskoðanda
  7. Önnur mál

 

16.30 – 18.00    Heimsókn til fyrirtækja í Hveragerði

19.00                  Móttaka og fordrykkur í boði bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar

19.30 – 00.00    Kvöldverður og skemmtun á Hótel Örk

Kostnaður

Félagsmenn í SAF greiða 4.500 kr. fundargjald. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að fundum, fundaveitingar og hádegisverður. 

Þeir félagsmenn sem mæta í kvöldverð greiða sérstaklega fyrir hann beint til Hótel Arkar. Mikilvægt er að þeir félagsmenn sem vilja taka þátt í kvöldverði og skemmtun skrái sig á fundinn sem fyrst en á skráningarforminu má einnig finna skráningu í kvöldverð.

Framboð til stjórnar

Í aðdraganda aðalfundar SAF hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2025 – 2027 og bárust sex framboð þegar framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 7. mars sl.

Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð – smellið á tenglana til að sjá kynningu frambjóðenda:

 

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Formaður SAF var kjörinn á aðalfundi SAF árið 2024 og því er nú kjörið um þrjú aðalsæti í stjórn SAF til næstu tveggja ára.

Á aðalfundinum í ár hætta þau Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta Icelandair og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri flugfélagsins Fly Play í stjórn SAF. Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar hvalaskoðunar er í kjöri til stjórnar SAF, en hún hefur setið í stjórn samtakanna undanfarin ár. Í aðdraganda aðalfundar tók Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard, sæti í stjórn SAF í stað Björns Ragnarssonar, forstjóra Icelandia, sem setið hefur í stjórn samtakanna undanfarin 6 ár. Samkvæmt lögum SAF getur stjórnarmaður að hámarki setið í stjórn samtakanna í 6 ár samfellt. Hildur situr í stjórn SAF fram að aðalfundi árið 2026.

Stjórnarkjör: Rafræn atkvæðagreiðsla

Rafræn kosning til stjórnar SAF hófst fimmtudaginn 13. mars og stendur fram yfir kynningu frambjóðenda á aðalfundi samtakanna sem fram fer fimmtudaginn 20. mars á Hótel Örk í Hveragerði.

Sem kunnugt er hefur hver félagsmaður atkvæðamagn á aðalfundi í hlutfalli við greitt félagsgjald í SAF um síðastliðin áramót. Hverjum heilum þúsund krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Á atkvæðaseðlinum er tiltekið hversu mörg atkvæði fyrirtækið á rétt á í atkvæðagreiðslunni. Forsvarsmenn fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar hafa fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um kjörið.

Til að taka þátt í kjörinu smellir þú á tengilinn „Greiða atkvæði“ hér að neðan og þá færist þú yfir á innskráningarsíðu. Eftir auðkenningu er atkvæðaseðillinn aðgengilegur. Athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni.

Könnuður ehf. annast rafrænar kosningar fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar. Öll meðhöndlun gagna tryggir að svör verða aldrei rakin til einstakra kjósenda.

Þeir félagsmenn sem lenda í vandræðum með að kjósa er bent á að senda tölvupóst á netfangið skapti@saf.is

Framboð í fagnefndir

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2025-2026.

Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í grasrótarstarfi samtakanna en þar gefst fyrirtækjum færi á að ræða sameiginleg álitamál og úrlausnarefni og stefnumarkandi málefni er varða viðkomandi starfsgreinar innan ferðaþjónustunnar.

Innan SAF starfa átta fagnefndir: afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd, veitinganefnd og siglinganefnd.

Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í störfum þeirra faghópa sem falla undir hans starfsemi, en við kosningu til hverrar nefndar hefur hvert aðildarfyrirtæki eitt atkvæði. Rétt er að geta þess að einungis er hægt að skila inn framboði í eina fagnefnd og skal framboðið staðfest af forsvarsmanni eða eiganda fyrirtækis.

Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði fyrir lok dags mánudaginn 17. mars. Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Dagskrá faghópa á aðalfundi

Afþreyingarnefnd

10.00   Atvik – atvikaskráningakerfi // Gísli Níls Einarsson, framkvæmdastjóri Áhættustjórnun
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd

Bílaleigunefnd

10.00   Hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að efla orkuskipti hjá bílaleigum? // Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri hjá Umhverfis- og orkustofnun
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd

Flugnefnd

10.00   Kolefnisgjöld og millilandaflug – staða og horfur fyrir Ísland // Ingólfur Friðriksson, deildarstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneytinu
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd

Ferðaskrifstofunefnd

10.00   Grindavík – uppbygging áfangastaðar // Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs 
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd

Gististaðanefnd

10.00   Expedia – horfur og þróun // Hófí Jónsdóttir, viðskiptastjóri hjá Expedia
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd

Hópbifreiðanefnd

10.00   Mín sýn á endurmenntun og hvernig framkvæmir Ökuland endurmenntun? // Guðni Sveinn Theódórsson, framkvæmdastjóri Ökuland
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í hópbifreiðanefnd

Veitinganefnd

10.00   Er hægt að sjálfvirknivæða veitingarekstur? // Hákon Aðalsteinsson og Hlynur Halldórsson frá Upsell
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd

Siglinganefnd

10.00   Hvaða lyfjakistur henta best útgerðum farþegaskipa? // Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Lyfjavals
11.00   Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í siglinganefnd

Staðsetning fyrir fundi faghópa verður send út er nær dregur fundi.

Þeir félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði fyrir lok dags mánudaginn 17. mars. Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Kvöldverður

Gjald fyrir kvöldverð er 12.500 kr. og greiðist beint til Hótel Arkar á staðnum en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig við fyrsta tækifæri. Hægt er að skrá sig á skráningarformi aðalfundar.

Innifalið er 3 rétta kvöldverður og skemmtun. Drykkjarföng eru greidd á staðnum. Matseðill kvöldsins samanstendur af humarsúpu með steiktum leturhumri og léttþeyttum rjóma, nautalund með kryddsoðinni kartöflu, steiktum sveppum og béarnaise sósu og að lokum klassískt og karamelliserað créme brulée. 

Þátttakendur sem eru með ofnæmi eða matarsérþarfir eru beðnir um að senda póst á Maríu Rut Ágústsdóttur, verkefnastjóra SAF, á mariarut@saf.is við fyrsta tækifæri. 

Tilboð í gistingu og afþreyingu

Félagsmönnum SAF bjóðast sérkjör af gistingu í tengslum við aðalfund samtakanna, bæði hjá Hótel Örk og Gróðurhúsinu. Bókanir á gistingu fara fram á vefsíðum þeirra en félagsmenn geta nýtt eftirfarandi kóða:

Eftirfarandi aðilar bjóða félagsmönnum í SAF 50% afslátt í tengslum við aðalfund SAF:

Framlagning ársreikninga

Endurskoðaðir ársreikningar Samtaka ferðaþjónustunnar munu liggja fyrir á skrifstofu samtakanna í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, viku fyrir aðalfund.

Lagabreytingar

Ein tillaga frá stjórn SAF til breytinga á lögum samtakanna liggur fyrir fundinum. Tillagan lýtur að því að formgera starfsreglur kjörnefndar og hægt er að kynna sér tillöguna hér.

Tillaga um félagsgjald

Fyrir aðalfundinum liggur tillaga að óbreyttum félagsgjöldum í SAF frá stjórn samtakanna.

Aðalfundargögn og bein útsending

Fulltrúar aðildarfyrirtækja geta nálgast aðalfundargögn og beina útsendingu frá fundinum hér. Aðgangsorð að gagnasíðunni hefur verið sent forsvarsfólki aðildarfyrirtækja í tölvupósti.  

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um aðalfund og fundi faghópa SAF er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.