Myndbönd og upptökur af viðburðum og viðtölum
SAF standa fyrir fjölda viðburða yfir árið sem oft eru sendir eru út eða teknir upp, m.a. ráðstefnur ferðaþjónustudagsins. Einnig má finna hér viðtöl við stjórnmálafólk og atvinnurekendur í ferðaþjónustu um stöðu og þróun greinarinnar og ýmist annað áhugavert efni.
Í aðdraganda kosninga 2024 tóku samtökin viðtöl við forsvarsfólk stjórnmálaflokkanna þar sem leitast var við að leiða í ljós stefnu og áformaðar aðgerðir stjórnmálaflokkanna í málefnum ferðaþjónustunnar á kjörtímabilinu. Hægt er að horfa á öll viðtölin hér en einnig er hægt að hlusta á viðtölin í hlaðvarpsformi í Bakpokanum, hlaðvapi SAF
Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn var í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, var sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið.
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.