Ferðaþjónustudagurinn 2024

Ferðaþjónustudagurinn 2024 verður haldinn í Hörpu mánudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi og hefst kl. 9.00 og stendur til 16.30.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara og dagskrá er að finna á vef ráðstefnunnar (htttps://saf.is/ferdathjonustudagurinn-2024)

Samtök ferðaþjónustunnar standa að þessu sinni að Ferðaþjónustudeginum í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvallaþjóðgarð.

Álagsstýring – áskoranir og tækifæri

Á ráðstefnunni verður fjallað um álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum þar sem sjónum verður meðal annars beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Þá verður jafnframt horft til nýsamþykktrar ferðamálastefnu í þessu samhengi sem leggur áherslu á þrjár víddir sjálfbærnihugtaksins – efnahag, samfélag og umhverfi.

Erlendir og innlendir fyrirlestrar ásamt umræðum

Tim Bamford frá Department of Conservation (DOC) í Nýja Sjálandi, Chris Taylor frá VisitScotland og Dr. Susan Sidder frá National Park Service í Bandaríkjunum munu segja frá skipulagi álagsstýringar á ferðamannastöðum í þessum þremur löndum, rýna í raundæmi og fjalla um reynslu af útfærslu og framkvæmd stýringar á álagi í samhengi við ávinning og áskoranir ferðaþjónustufyrirtækja.

Meðal annarra þátttakenda í ráðstefnunni verða Einar Á. E. Sæmundsen frá Þingvallaþjóðgarði, Ingibjörg Halldórsdóttir frá Vatnajökulsþjóðgarði, Inga Dóra Hrólfsdóttir frá Umhverfisstofnun og Ragnar Árnason frá Háskóla Íslands, ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra og Lilju Dögg Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra.

Takið mánudaginn 7. október frá!

Nánari upplýsingar um dagskrá og miðasölu verða kynntar í byrjun september.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …