Opinn fundur flugnefndar SAF um alþjóðaflug og losunarheimildir ETS

Flugnefnd SAF stóð nýlega fyrir opnum félagsfundi um alþjóðaflug og losunarheimildir ETS þar sem til umræðu var sérlausn Íslands með losunarheimildir í flugi, sem mun að óbreyttu renna út í lok árs 2026.

Á fundinum fór Ingólfur Friðriksson, deildarstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneytinu yfir hvernig viðskiptakerfi með losunarheimildir hefur þróast frá því kerfið var fyrst tekið upp árið 2005 og fór yfir þróun viðskiptakerfisins með tilliti til flugsamgangna. Þá ræddi Ingólfur stuttlega loftslagsmarkmið sem lönd innan ESB og EES hafa tileinkað sér, eins og FIT for 55, sem gengur út á að minnka kolefnislosun um 55% fyrir árið 2030.

Ingólfur kynnti fundarmönnum sérlausn Íslands vegna viðskiptakerfis losunarheimilda (ETS) í flugstarfsemi sem rennur út í lok árs 2026.  Hann fór yfir áhrifagreiningar og þann aukna kostnað sem flugumferð til og frá Íslandi verður fyrir ef ekkert verður að gert.  Ljóst er aukinn kostnaður vegna losunarheimilda (ETS) mun hafa gríðarleg áhrif á flugumferð um Ísland þar sem vegalengdir á milli áfangastaða eru mjög langar.

Fram kom hjá Ingólfi að stjórnvöld gera sér grein fyrir mikilvægi millilandaflugs í íslensku hagkerfi og þeim áhrifum sem aukinn þungi viðskiptakerfis með loftslagsheimildir felur í sér. Í því samhengi fór Ingólfur yfir hvað verið er að gera til að viðhalda samkeppnishæfni í millilandaflugs á Íslandi eftir 1. janúar 2027 og eru miklar vonir bundnar við að sú vinna skili góðum árangri.

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …