Eitt ár í almyrkva á sólu

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því næsta tækifæri verður ekki fyrr en 170 árum síðar, árið 2196. Almyrkvinn er því einstakur atburður á ævi langflestra Íslendinga. 

Almyrkvaslóðin liggur yfir vestasta og þéttbýlasta hluta Íslands. Innan hennar búa 290 þúsund manns sem munu öll upplifa almyrkva. Íbúar austan við slóðina sjá verulegan deildarmyrkva. 

Við almyrkva á sólu breytist allt. Vindur, hitastig, ljós, litir og skuggar. Lífið bregst líka við og myrkvinn hreyfir við mannfólkinu. 

Lengstur er almyrkvinn frá Látrabjargi, 2m 13s, en 2m 9s á vestast á Snæfellsnesi og 1m 48s á Reykjanestá. Á Höfuðborgarsvæðinu sést almyrkvi í 30s til 1m eftir því hvar athugandi er, eins og sjá má á vefnum solmyrkvi2026.is

Ljóst er að Ísland verður því sem næst uppselt þennan tiltekna dag. Næstu mánuði mun áhugi aðeins aukast og umfjöllun vaxa eftir því. 

Hvað ef illa viðrar?

Fari svo að ský byrgi sýn njótum við samt helmingsins af einstakri upplifun. Við missum af sjónarspilinu þegar hin stórkostlega kóróna sólar birtist, en þess í stað skellur á myrkur í eina til tvær mínútur um miðjan dag. Ský við sjóndeildarhring gætu tekið á sig ryðrauðan blæ og náttúran bregst við. Einstakt og merkilegt, sama hvað. 

Ef vel viðrar upplifum við saman eina allra stórfenglegustu sýningu náttúrunnar. Fegurð sem vart er hægt að lýsa í orðum. 

Metnaðarfull fræðsluverkefni í undirbúningi

Almyrkvar á sólu laða ekki aðeins að fjölda ferðamanna, heldur vekja þeir mjög mikla athygli og áhuga heimafólks á öllum aldri, sér í lagi barna. Þess vegna eru í bígerð ýmis fræðsluverkefni fyrir skóla. 

Staðið verður fyrir fræðslu fyrir leiðsögufólk og aðra í ferðaþjónustu þegar fram í sækir, bæði um myrkva og ljósmyndun þeirra.

Kort, myndir og traustar upplýsingar

Á eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is eru nákvæmustu kortin af og traustustu upplýsingarnar um sólmyrkvann á Íslandi. Þar er m.a. gagnvirkt kort sem hægt er að smella á hvar sem er og fá upp nákvæmar tímasetningar. Á því sjást jafnframt skuggar sem landslag varpar kl. 17:45 12. ágúst 2026. 

Ennfremur hafa verið útbúin nákvæm prentvæn kort sem nálgast má hér https://solmyrkvi2026.is/sogur/kort-af-islandi-fyrir-solmyrkvann-2026 

Kort á ensku og myndir í prentvænni upplausn https://photos.app.goo.gl/smHRSPNyLnVaEgXU7

Kort á íslensku í prentvænni upplausn https://photos.app.goo.gl/eQFSy6sjbCKYCxdu5

Fjölmiðlum er frjálst að nýta allar myndir og kort af vefjunum og dreifa á eigin miðlum og samfélagsmiðlum. Í staðinn þætti okkur vænt um að fá hlekk á solmyrkvi2026.is og icelandatnight.is

Á eclipse2026.is og solmyrkvi2026.is eru sömuleiðis birtar reglulegar fréttir sem tengjast almyrkvanum á íslensku og ensku. 

Sjá https://solmyrkvi2026.is/sogur og https://eclipse2026.is/stories

Öryggi augna

Sáraeinfalt er að fylgjast með sólmyrkva á öruggan hátt. Nota þarf sólmyrkvagleraugu til að fylgjast með deildarmyrkvanum en þegar almyrkvinn skellur á eru gleraugun fjarlægð og sett upp aftur að almyrkva liðnum. Afar brýnt er að fólk noti örugg sólmyrkvagleraugu sem uppfylla ISO 12312-2 öryggisstaðlinum og eru CE-merkt. Sjá ítarefni hér https://solmyrkvi2026.is/oryggi-augna 

Nálgast má sólmyrkvagleraugu og annan búnað til sólskoðunar á https://solmyrkvagleraugu.is/ Fyrirtæki geta sérmerkt, óski þau þess. 

Um solmyrkvi2026.is og eclipse2026.is

solmyrkvi2026.is og eclipse2026.is eru í eigu Iceland at Night (icelandatnight.is), lítils sprotafyrirtækis sem sérhæfir sig í þjónustu við næturferðamennsku og bestu norðurljósaupplýsingum sem völ er á.

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …