Opið fyrir innsendingar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar en 20. október 2025.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins 24. nóvember, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica. Dagurinn er sameiginlegt framtak atvinnulífsins en að honum standa standa Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Veitt verða tvenn verðlaun, annars vegar Umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar Framtak ársins.

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk en einnig er heimilt að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.

Dómnefnd velur úr innsendum tilnefningum en til að þær teljist gildar þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og ítarlegur rökstuðningur að fylgja með. Aðeins skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þeirra geta hlotið tilnefningu.

Hlekkur: Tilnefna fyrirtæki

Við hvetjum félagsmenn í SAF til að láta sig málið varða og senda inn tilnefningar.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …