Ferðaþjónustudagurinn 2025: Lykill að bættum lífskjörum 

Kristrún Frostadóttir
Forsætisráðherra

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00. 

Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þarf til að tryggja að ferðaþjónusta getið áfram verið lykill að bættum lífskjörum. Þá verður fjallað um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og áformað náttúru- og innviðagjald (auðlindagjöld) á ferðamenn. Þannig er yfirskrift dagsins: Lykill að bættum lífskjörum – hvert er hlutverk ferðaþjónustu í framtíðarsýn stjórnvalda?

Dagskrá:

Upphafsorð
Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Ávarp
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra

Tækifærin í aukinni framleiðni
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur

Pallborðsumræður
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka

Lokaorð
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra


Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, stýrir umræðum. 

Venju samkvæmt verður síðan blásið til móttöku og netagerðar að afloknum fundi. 

Miðasala á Ferðaþjónustudaginn er hafin

Hanna Katrín Friðriksson
Ferðamálaráðherra

Miðaverð á Ferðaþjónustudaginn 2025 er 4.900 kr.

Tryggðu þér miða í tíma – miðasala fer fram hér! 

Hægt er að sækja styrki eða endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi Ferðaþjónustudagsins 2025 til starfsmenntasjóða. Kynntu þér málið á www.attin.is 

Fundurinn er opinn öllum sem hafa hag af og áhuga á ferðaþjónustu á Íslandi. 

Vonumst til að sjá sem flest, enda mikilvægt að taka þátt í samtalinu við stjórnvöld!

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …