Ferðaþjónustudagurinn 2025: Lykill að bættum lífskjörum 

Kristrún Frostadóttir
Forsætisráðherra

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00. 

Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þarf til að tryggja að ferðaþjónusta getið áfram verið lykill að bættum lífskjörum. Þá verður fjallað um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og áformað náttúru- og innviðagjald (auðlindagjöld) á ferðamenn. Þannig er yfirskrift dagsins: Lykill að bættum lífskjörum – hvert er hlutverk ferðaþjónustu í framtíðarsýn stjórnvalda?

Dagskrá:

Upphafsorð
Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Ávarp
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra

Tækifærin í aukinni framleiðni
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur

Pallborðsumræður
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka

Lokaorð
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra


Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, stýrir umræðum. 

Venju samkvæmt verður síðan blásið til móttöku og netagerðar að afloknum fundi. 

Miðasala á Ferðaþjónustudaginn er hafin

Hanna Katrín Friðriksson
Ferðamálaráðherra

Miðaverð á Ferðaþjónustudaginn 2025 er 4.900 kr.

Tryggðu þér miða í tíma – miðasala fer fram hér! 

Hægt er að sækja styrki eða endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi Ferðaþjónustudagsins 2025 til starfsmenntasjóða. Kynntu þér málið á www.attin.is 

Fundurinn er opinn öllum sem hafa hag af og áhuga á ferðaþjónustu á Íslandi. 

Vonumst til að sjá sem flest, enda mikilvægt að taka þátt í samtalinu við stjórnvöld!

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …