Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar – Fundur SAF og SVÞ um öryggi og vetrarfærð

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 2. desember kl. 9:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 25, og í streymi.

Á fundinum munu fulltrúar Vegagerðarinnar fara yfir hvernig vetrarþjónusta er skipulögð, helstu áskoranir í framkvæmd og þau öryggismál sem skipta fyrirtæki og almenning mestu máli á vetrarvegum. Einnig verður farið yfir reglur og kröfur er varða ljósabúnað í hóp- og vörubifreiðum í samstarfi við Samgöngustofu.

Dagskrá:

  • Ávarp frá SAF og SVÞ
  • Ávarp frá forstjóra Vegagerðarinnar
  • Upplýsingar og hvatning um öryggismál í vetrarfærð
  • Framkvæmd vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og helstu áskoranir
  • Reglur um ljósabúnað hóp- og vörubifreiða – innlegg frá Samgöngustofu
  • Umræður, spurningar og svör

Fundurinn er öllum opinn og fer fram bæði á staðnum í Húsi atvinnulífsins og í gegnum streymi. Skráning er nauðsynleg og fer fram hér.

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …