Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl.
Gestafyrirlesari fundarins var Jeff Baierlein, framkvæmdastjóri Viristar, sem fjallaði í erindi sínu um hvernig alþjóðleg viðmið og kerfisbundin nálgun í öryggismálum geta stutt íslenska ferðaþjónustu í að efla öryggismenningu og fagmennsku. Hann benti á að Ísland stæði vel að vígi en að tækifæri væru til úrbóta með samræmdu verklagi, reglulegum úttektum og markvissri fræðslu.
Upptaka og kynning frá fundinum má finna hérna:
- Hlekkur: Upptaka af fundinum
- Hlekkur: Kynning Jeff Baierlein (PDF)
Á fundinum kynntu SAF og Viristar nýtt samstarf sem miðar að því að styðja fyrirtæki í ævintýraferðaþjónustu við að byggja upp sterka öryggismenningu. Samstarfið felur meðal annars í sér að félagsmenn SAF fá 20% afslátt af námskeiðinu Risk Management for Outdoor Programs, 40 klukkustunda netnámi sem Viristar býður upp á. Námið sameinar sjálfsnám á netinu og fjarfundi með leiðbeinendum.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Viristar:
- Hlekkur: Upplýsingar um námskeið Viristar
Samtök ferðaþjónustunnar hvetja sína félagsmenn til að nýta sér námskeiðið en samtökin telja að námskeið Viristar muni hjálpa íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að þróa enn markvissara verklag í öryggismálum. Til að geta nýtt sér afslátt SAF þarf að hafa samband við Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóra SAF (agust@saf.is)