Samstarf Viristar og SAF

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl.

Gestafyrirlesari fundarins var Jeff Baierlein, framkvæmdastjóri Viristar, sem fjallaði í erindi sínu um hvernig alþjóðleg viðmið og kerfisbundin nálgun í öryggismálum geta stutt íslenska ferðaþjónustu í að efla öryggismenningu og fagmennsku. Hann benti á að Ísland stæði vel að vígi en að tækifæri væru til úrbóta með samræmdu verklagi, reglulegum úttektum og markvissri fræðslu.

Upptaka og kynning frá fundinum má finna hérna:

Á fundinum kynntu SAF og Viristar nýtt samstarf sem miðar að því að styðja fyrirtæki í ævintýraferðaþjónustu við að byggja upp sterka öryggismenningu. Samstarfið felur meðal annars í sér að félagsmenn SAF fá 20% afslátt af námskeiðinu Risk Management for Outdoor Programs, 40 klukkustunda netnámi sem Viristar býður upp á. Námið sameinar sjálfsnám á netinu og fjarfundi með leiðbeinendum.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Viristar:

Samtök ferðaþjónustunnar hvetja sína félagsmenn til að nýta sér námskeiðið en samtökin telja að námskeið Viristar muni hjálpa íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að þróa enn markvissara verklag í öryggismálum. Til að geta nýtt sér afslátt SAF þarf að hafa samband við Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóra SAF (agust@saf.is)

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl. …

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …