Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar af á landinu sem lifa og hrærast innan atvinnugreinarinnar, hvort heldur sem er hjá ferðaþjónustufyrirtækjum, stoðkerfi greinarinnar eða öðrum sviðum ferðaþjónustunnar.
Það var því lífleg og skemmtileg stemning í salnum og fjölbreytileiki gesta endurspeglaði vel eitt grunnmarkmið verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem SAF settu á laggirnar síðastliðið haust, um eflingu tengslanets kvenna í greininni.
Á viðburðinum kynnti María Rut Ágústsdóttir, verkefnastjóri hjá SAF, verkefnið Konur í ferðaþjónustu. Þá veitti Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum innsýn í sögu og starfsemi fyrirtækisins, auk þess að hún deildi á sinni vegferð af störfum í atvinnugreininni.
Við þökkum fyrir frábæra stund og hvetjum konur í ferðaþjónustu til að skrá sig á póstlista verkefnisins.
Hér má sjá skemmtilegar svipmyndir frá deginum:











