Björn Ragnarsson

Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða – Reykjavik Excursions

Kæru félagar í SAF,

Ég heiti Björn Ragnarsson og er viðskiptafræðingur að mennt. Ég hef víðtæka reynslu af rekstri ma. úr ferðaþjónustu en frá 1999-2007 var ég fjármálastjóri Bláa Lónsins og frá 2007-2010 framkvæmdastjóri Avis/Budget bílaleigunnar.

Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein og aflar stærsta hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar. Upp á síðkastið hefur rekstrarumhverfi, samkeppnisstaða og afkoma fyrirtækja í greininni versnað til muna. Þessa dagana beina stéttarfélög verkfallsaðgerðum sínum að fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem fylgja lögum og reglum á íslenskum vinnumarkaði með ófyrirséðum skaða. Þá er kaldhæðnislegt að aðgerðirnar eru vatn á myllu starfsemi þeirra aðila sem ekki fylgja lögum og kjarasamningum. SAF hefur unnið hörðum höndum í að reyna að koma böndum á þessa ólöglegu starfsemi en ljóst er að stjórnvöld og þar til bærar stofnanir hafa ekki sinnt sínu hlutverki í þessum efnum. Það er því ekki vanþörf á að halda áfram að vekja athygli stjórnvalda á stöðu greinarinnar og vinna stefnumótun til framtíðar.

Ísland á að vera áfram eftirsóknarverður áfangastaður sem býður upp á einstaka náttúrufegurð og eftirminnilega upplifun fyrir okkar gesti. Öll erum hluti af þessari upplifun og kappkostum að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu með áherslu á gæði og fagmennsku. Umgjörð greinarinnar þarf að styðja við þessar áherslur og SAF sinnir lykilhlutverki í þessari vegferð.

Ég vil leggja mitt af mörkum til að vinna að hagsmunum ferðaþjónustunnar og býð mig því fram til stjórnar SAF.

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …