Ferðaþjónustudagurinn 2019

Ferðaþjónustudagurinn 2019 fer fram í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 2. október. Skráning:

Aðalfyrirlesari dagsins er Ray Salter ráðgjafi hjá TRC New Zealand (https://www.trctourism.com/) og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands.
Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Frá 2011 hefur hann starfað við ráðgjöf varðandi stefnumörkun í ferðamálum og sjálfbærni í umhverfismálum sem tengjast ferðamannastarfsemi.
Salter þekkir vel til uppbyggingar og áskorana ferðaþjónustu á Íslandi en undanfarin tvö ár hefur hann, ásamt Eflu, starfað með stjórnvöldum hér á landi að uppbyggingu Jafnvægisáss ferðamála sem birtur var í vor. Hann er einnig ráðgjafi stjórnvalda í vinnu við aðgerðabundna stefnumótun í ferðamálum til 2025 sem nú er nýhafin.

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …