Varðandi erlendar kortagreiðslur

Á síðustu vikum hafa komið upp vandamál varðandi erlendar kortagreiðslur til íslenskra ferðaþjónustuaðila. Málið er fjölþætt og tengist meðal annars stöðlum í gjaldeyrisviðskiptum og 3d secure auðkenningu.

Unnið er að lausn á málinu og hafa orðið breytingar til batnaðar á allra síðustu dögum. Þetta einskorðast ekki við Ísland, þar sem reglulega berast fréttir frá erlendum rekstraraðilum sem eru að kljást við sambærileg úrlausnarefni.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru upplýst um stöðu mála og komið upplýsingum á framfæri til þeirra aðila sem vinna að lausn á vandamálinu. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu að þessi staða leysist sem fyrst, enda hafa vandamál við greiðslu og bókun mikil áhrif á tekjustreymi ferðaþjónustunnar. Þá snýst málið um trúverðugleika í viðskiptum.

Alþjóðlegu kortafélögin vinna nú að skemmri tíma lausnum sem verða innleiddar í samstarfi við íslensku kortafélögin á næstu dögum. Jafnframt er unnið að langtímalausn í samstarfi við Seðlabanka Íslands.

SAF munu halda áfram að miðla upplýsingum á milli aðila og því viljum við skora á íslenska ferðaþjóna, hvort sem þeir eru félagsmenn í samtökunum eður ei, að senda okkur upplýsingar og raunhæf dæmi. Þannig er hægt að halda þeim aðilum sem vinna að lausn á málinu vel upplýstum.

Samtökin vilja þakka þeim fjölmörgu ferðaþjónum sem hafa verið í sambandi á undanförnum vikum varðandi framangreint.

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …