Vegna umfjöllunar um áformaða gjaldtöku af ferðaþjónustu við Kötlujökul

Í kjölfar frétta um áformaða gjaldtöku af ferðaþjónustufyrirtækjum á leiðinni að Kötlujökli óskuðu Samtök ferðaþjónustunnar eftir fundi með forsvarsmönnum Vikingpark við Hjörleifshöfða til að afla upplýsinga um áformin. Þá hafa SAF einnig átt fund með fulltrúum fyrirtækja sem gjaldtökuáformin beinast að.

SAF telja að vafi leiki á að lagagrundvöllur sé fyrir áformaðri gjaldtöku af umferð með ferðamenn að Kötlujökli.

SAF árétta að ekki er hægt að ætlast til að ferðaþjónustufyrirtæki leggi einkaaðilum til fé með gjaldtöku fyrirfram til að byggja upp aðstöðu, enda myndi slíkt jafngilda því að ferðamenn dagsins í dag greiði fyrir aðstöðu eða þjónustu sem þeir geta ekki nýtt. Eðlileg framvinda hvers konar gjaldtöku hlýtur að byggja á því að greitt sé fyrir t.d. aðstöðu eða þjónustu sem þegar er til staðar og ferðamenn og fyrirtæki geta nýtt.

Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt. Slík nálgun er t.d. grundvöllur þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu.

Þá leggja SAF áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu sé grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram m.a. hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda.
SAF hafnar alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags.

Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.

Samkvæmt mælikvarða World Economic Forum um samkeppnishæfni ferðaþjónustu (TTCI 2019) er íslensk ferðaþjónusta í 132 sæti af 138 löndum heims þegar kemur að samkeppnishæfni í verðlagningu. Ljóst er að nú þegar greiningaraðilar eru sammála um að endurreisn efnahagslífs landsins byggi á hraðri viðspyrnu ferðaþjónustu er enn meiri þörf á því að sérstaklega sé gætt að öllu þáttum sem geta skaðað rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja og þar með samkeppnishæfni ferðaþjónustulandsins Íslands. Þar stafar ekki síst hætta af hugmyndum um óhefta gjaldtöku á ferðaþjónustufyrirtæki án uppbyggingar innviða eða þjónustu.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …