Mice-land 2021

Íslandsstofa (Meet in Reykjavík) og Samtök ferðaþjónustunnar bjóða þér ásamt gesti á fund um framtíðarhorfur í ráðstefnu-, viðburða- og hvataferðaþjónustu (MICE) hér á landi. Fundurinn fer fram í Silfurbergi Hörpu 29. september frá kl. 15-18. Í lok fundar verða laufléttar veitingar og netagerð í boði Meet in Reykjavík og SAF.

Aðalfyrirlesari fundarins er Annika Rømer forstöðumaður hjá “Copenhagen Legacy Lab”. Auk þess að stýra „Copenhagen Legacy Lab“ er hún frumkvöðull og ráðgjafi og hefur lengi skoað langtíma ábata ráðstefnu- og fundarhalds í víðara samhengi en efnahagslegs ávinnings.

SKRÁNING Á MICE-LAND 2021

DAGSKRÁ

Ráðstefnuborgin Reykjavík
– Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur

Copenhagen Legacy Lab
– Annika Rømer, forstöðumaður hjá Copenhagen Legacy Lab

Heiðrun Gestgjafa
– Ársæll Harðarson, stjórnarformaður Meet in Reykjavík

Hugarflug
– Bergur Ebbi Benediktsson

Lokaorð
– Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu

Fundarstjóri: Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Nánari upplýsingar veitir Sigurjóna Sverrisdóttir, sigurjona@islandsstofa.is

Tengdar fréttir

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl. …

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …