Vinnusóttkví og sóttkví þríbólusettra

Nýlega var ákveðið að mildari reglur gildi í sóttkví fyrir þau sem hafa fengið annað hvort þrjá skammta af bóluefni eða sýkst af COVID-19 og fengið að auki tvo skammta af bóluefni. Þeim er m.a. heimilt að sækja vinnu en verða að bera grímu.

Þau eru skráð í sóttkví og verða að fara í PCR á fimmta degi eftir útsetningu. ATH. að einstaklingur sem er í sóttkví á heimili þar sem einhver er smitaður er sífellt útsettur fyrir Covid og ákveðin áhætta fólgin í því að viðkomandi mæti til vinnu.

Athugið að ef einstaklingur er ekki með þessa þrennu sem nefnd er að ofan og brýn þörf er á vinnu viðkomandi á meðan hann er í sóttkví, þá þarf að sækja um vinnusóttkví fyrir hann eins og áður. Leiðbeiningar um vinnusóttkví eru hjá embætti landlæknis og neðst á síðunni eru leiðbeiningar um umsóknir.

Allar helstu upplýsingar um bólusetningar er að finna á https://www.covid.is/vax á 16 tungumálum, þar á meðal um övrunarskammtinn, skráningu einstaklinga sem ekki eru með kennitölur, hvernig fólk skal snúa sér ef það hefur fengið einn skammt erlendis o.s.frv.

Mikilvægt er að halda þessum rétti á lofti við alla sem hingað koma til að vinna.

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …