Vinnusóttkví og sóttkví þríbólusettra

Nýlega var ákveðið að mildari reglur gildi í sóttkví fyrir þau sem hafa fengið annað hvort þrjá skammta af bóluefni eða sýkst af COVID-19 og fengið að auki tvo skammta af bóluefni. Þeim er m.a. heimilt að sækja vinnu en verða að bera grímu.

Þau eru skráð í sóttkví og verða að fara í PCR á fimmta degi eftir útsetningu. ATH. að einstaklingur sem er í sóttkví á heimili þar sem einhver er smitaður er sífellt útsettur fyrir Covid og ákveðin áhætta fólgin í því að viðkomandi mæti til vinnu.

Athugið að ef einstaklingur er ekki með þessa þrennu sem nefnd er að ofan og brýn þörf er á vinnu viðkomandi á meðan hann er í sóttkví, þá þarf að sækja um vinnusóttkví fyrir hann eins og áður. Leiðbeiningar um vinnusóttkví eru hjá embætti landlæknis og neðst á síðunni eru leiðbeiningar um umsóknir.

Allar helstu upplýsingar um bólusetningar er að finna á https://www.covid.is/vax á 16 tungumálum, þar á meðal um övrunarskammtinn, skráningu einstaklinga sem ekki eru með kennitölur, hvernig fólk skal snúa sér ef það hefur fengið einn skammt erlendis o.s.frv.

Mikilvægt er að halda þessum rétti á lofti við alla sem hingað koma til að vinna.

Tengdar fréttir

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl. …

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …