Gögn í gíslingu – netöryggisráðstefna

Árlega er október helgaður netöryggismálum og því vilja Samtök ferðaþjónustunnar vekja athygli á ráðstefnu CERT-IS og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins þann 31. október næstkomandi.

Ráðstefnan fjallar um gagnagíslatökur, þróun þeirra og áhrif á rekstur fyrirtækja og stofnanna, og er sérstaklega ætluð fólki með ábyrgð á rekstri og fjármunum fyrirtækja og stofnanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra netöryggismála, setur ráðstefnuna. Ráðstefnan fer fram í Gullteig á Grand Hótel þann 31. október frá 13.00 til 16.30 og boðið verður upp á léttar veitingar að henni lokinni.

Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu tekið saman heilráð og upplýsingar um netöryggi sem birtast munu á samfélagsmiðlum beggja samtaka á næstunni.
Fylgstu með á Instagram SAF (@ferdathjonustan) og SVÞ (@svthiceland)!

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …