SKATTSPOR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR: Kynningarfundur 7. desember

Hvert er framlag ferðaþjónustunnar til samfélagsins?

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 verður kynnt á morgunfundi á Grand hótel fimmtudaginn 7. desember. Fundurinn fer fram í salnum Gullteig og hefst kl. 9.00. Húsið opnar kl. 8.30 með léttum morgunverði. Fundurinn er opinn öllum og ókeypis, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://forms.gle/eGD4AGWKz7dsodUX6

Flutt verða ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir SAF verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.

Fram koma:

• Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra
• Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF
• Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
• Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
• Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
• Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF leiðir umræður.

Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …