155 milljarða skattspor ferðaþjónustunnar árið 2022

Skattspor ferðaþjónustunnar árið 2022 var kynnt á morgunverðarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins Hótel Reykjavík Grand fimmtudaginn 7. desember 2023.

SAF fengu Reykjavík Economics til þess að reikna skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2022 og skila skýrslu með sambærilegum hætti og hefur verið gert fyrir stærstu fyrirtæki landsins sem og aðrar útflutningsatvinnugreinar.

Ferðaþjónustan skilar sínu

Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hér á landi ætti að vera orðið öllum ljóst enda er atvinnugreinin er ein stærsta útflutningsstoð þjóðarbúsins. Á undanförnum árum hefur orðræða landsmanna og stjórnmálanna hins vegar oftar en ekki verið á þann veg að ferðaþjónusta skili litlu eða að minnsta kosti ekki nægjanlega miklu til hins opinbera eða samfélagsins. Í raun hefur ferðaþjónusta, sem og aðrar atvinnugreinar, verið undir sívaxandi þrýstingi að gera grein fyrir skattspori sínu, eða með öðrum orðum, að gera grein fyrir því hversu miklu greinin skilar til samfélagsins í formi skatta og gjalda. Því er um ákveðin tímamót að ræða þar sem skattsporið hefur ekki verið tekið saman með þessum hætti áður fyrir ferðaþjónustu.

Magnús Árni Skúlason, framvkæmdastjóri Reykjavík Economics.

Heildarskattspor ferðaþjónustunnar á Íslandi, með virðisaukaskatti, er rúmir 155 milljarðar króna, ef tekið er mið af nýjum tölum Hagstofu Íslands um heildartekjur í viðskiptahagkerfinu, sem birtust 6. desember 2023. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er þröngt skattspor ferðaþjónustunnar 92 milljarðar króna.

Reiknum með hærra skattspori árið 2023

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF segir að skýrslan staðfesti að ferðaþjónustan skili svo sannarlega sínu til ríki og sveitarfélaga.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

„Hér eru í fyrsta sinn settar fram á einum stað beinar skattgreiðslur fyrirtækjanna og virðisaukaskattur sem verður til vegna neyslu ferðamanna. Samanlagt eru þetta rúmlega 155 milljarðar króna á árinu 2022 og það er ljóst að talan verður enn hærri á þessu ári,“ segir Jóhannes.

Hann bætir við að þegar þetta sé sett í samhengi við þá staðreynd að hlutur ferðaþjónustu af útflutningstekjum þjóðarbúsins sé nú um 35% liggi ljóst fyrir að mikilvægi atvinnugreinarinnar fyrir rekstur ríkisins og lífskjör fólks í landinu séu afgerandi. Það sýnir hve mikilvæg atvinnugreinin er orðin og ætti að hvetja stjórnmálamenn til að gefa rekstrarumhverfi hennar og samkeppnishæfni betri gaum en hingað til.

SAF þakka SA og Reykjavík Economics fyrir samstarfið, þátttakendum í fundinum sem og öllum þeim fjölda fundargesta sem mættu í salinn og voru með í streymi á veraldavefnum.

Efni frá fundinum:

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …