Háskóli Íslands og SAF taka höndum saman til að efla starfsþróun í ferðaþjónustu

Á síðustu vikum hafa nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands tekið þátt í námskeiði um starfsþróun. Samtök ferðaþjónustunnar eru samstarfsaðili að námskeiðinu og hafði milligöngu um að tengja fyrirtæki og stofnanir í ferðaþjónustu við námskeiðið. Samstarf SAF og námsbrautar í ferðamálafræði byggir á gömlum grunni en fyrsti samstarfssamningur milli þeirra var gerður árið 2015. Þá var um að ræða eitt valnámskeið í starfsþróun en nú er unnið markvisst að starfsþróun nemenda á öllum námsárum sem endar svo með þessu námskeiði á lokamisseri nemenda. Samstarfsaðilar innan atvinnugreinarinnar voru að þessu sinni Arctic Adventure, Into the Glacier, GODO, Ferðamálastofa, Íslandsstofa, Katla DMI, Höldur og Harpa.

Fyrirtækin buðu nemendum í heimsókn til að kynnast sinni starfsemi, þeim störfum sem þau bjóða og þeim hæfnikröfum sem farið er fram á þegar verið er ráða í ný störf. Tilgangur námskeiðsins er að tengja betur saman fræðilega þekkingu sem unnið er með innan veggja skólans og hagnýta innsýn í atvinnugreinina. Nemendur unnu saman í pörum og gerðu grein fyrir upplifun og greiningu sinni í hlaðvarpsþætti sem samstarfsaðilar fengu svo aðgang að. Í mati nemenda á námskeiðinu kom fram mikil ánægja með þetta námskeið. Þau nefndu mikilvægi þess að fá innsýn í fjölbreytt störf ferðaþjónustu og að hitta fyrirmyndir, fólk sem hefur unnið sig upp í greininni og skapað sér áhugaverðan og spennandi starfsframa. Umsögn frá fyrirtækjunum var líka jákvæð. Þau telja hag í því að kynnast háskólanemendum sem eru framtíðarstarfskraftur auk þess að nemendur geta veitt ferska sýn á starfsemina. Áframhald verður á þessu samstarfi og hafa öll samstarfsfyrirtæki lýst yfir áhuga á þátttöku á næsta ári og vonandi bætist í hóp þeirra. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í samstarfinu geta sent póst á agust@saf.is til að fá nánari upplýsingar um samstarfið.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …