Opið fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2024

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 12. september 2024. Verðlaunin verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fer fram 22. október.

Nánar um forsendur dómnefndar:

• Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

• Dómnefnd velur úr tilnefningum en til að tilnefning teljist gild þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og rökstuðningur þarf að fylgja.

• Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hverjum flokki en einnig er hægt að tilnefna fyrirtæki fyrir báða flokka.

• Athugið að einungis er hægt að tilnefna skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Hlekkur: Tilnefna fyrirtæki

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Við hvetjum félagsmenn í SAF til að láta sig málefnið varða og tilnefna fyrirtæki.

Tengdar fréttir

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl. …

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …