Fjölsóttur Ferðaþjónustudagur í gær

Um SAF

Margt var um manninn á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn var í Hörpu í gær í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs. Umfjöllunarefnið brennur líka á mörgum nú um stundir, álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum.

Hefja samtalið

Á ráðstefnunni var sjónum beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og leitast við að hefja samtal stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Reynsla annarra og raunhæf dæmi

Erlendu fyrirlesararnir þrír miðluðu reynslu þriggja landa frá þremur heimsálfum, Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja-Sjálandi. Innlendu fyrirlesararnir nálguðust málið einnig út frá ólíkum sjónarhornum og milli erinda voru sýnd stutt myndbönd með raunhæfum dæmum frá Vatnajökulsþjóðgarði, Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Umhverfisstofnun.

Gögn nýtt til áframhaldandi vinnu

Af þessu má sjá að viðstaddir voru vel nestaðir þegar farið var í vinnustofur með þátttöku allra gesta seinni part dagsins. Gögn sem þar urðu til verða nýtt til áframhaldandi vinnu þeirra sem að ráðstefnunni stóðu. Deginum lauk með pallborðsumræðum ferðamálaráðherra, umhverfisráðherra og fulltrúa úr atvinnugreininni, sem formaður SAF stýrði.

Verið er að vinna upptökur, myndir og fleira efni frá ráðstefnunni og mun það birtast á næstu dögum.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …