Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2024 – þekkir þú fyrirtæki í nýsköpun?

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar eru afhent árlega fyrir athyglisverðar nýjungar í greininni og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan Samtaka ferðaþjónustunnar til nýsköpunar og vöruþróunar. Auk viðurkenningar hlýtur verðlaunahafi 300 þúsund kr. verðlaun.

Meðal markmiða SAF er að nýsköpun og fagmennska innan greinarinnar tryggi arðsemi allt árið, enda byggi ferðaþjónustan á sterkri ímynd, gæðum, þekkingu og traustum innviðum. Auk þess segir í stefnu SAF að landið allt verði kynnt til eflingar ferðaþjónustu og að náttúra, mannlíf og menning landsins gegni lykilhlutverki. Hvatt er til aukinnar samvinnu innan greinarinnar til að styrkja enn frekar innviði og efla markaðssetningu landsins sem heildar. Tekið er tillit til þessara þátta meðal annarra þegar tilnefningar eru metnar.

Félagsmenn í SAF og aðrir áhugasamir um nýsköpun í ferðaþjónustu eru hvattir til að senda inn tilnefningar ásamt rökstuðningi. Vinsamlegast sendið tilnefningar inn fyrir 11. nóvember 2024 með því að senda póst á netfangið saf@saf.is

Með tilnefningu þar eftirfarandi að koma fram:

• Nafn fyrirtækis / verkefnis
• Rökstuðningur tilnefningar (að lágmarki 200 orð)
• Ítarefni (ef við á)

Aðildarfélögum SAF er jafnframt bent á að hika ekki við að benda á eigið fyrirtæki!

Það er von sjóðsstjórnar og stjórnar SAF að félagsmenn taki virkan þátt í leit að verðugum verkefnum þar sem nýsköpun og öflug vöruþróun er lykilþáttur í framförum í íslenskri ferðaþjónustu.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …