Vöndum til verka í Grindavík

Miðvikudaginn 16. október sl. tilkynnti formaður Grindavíkurnefndar breytt fyrirkomulag á aðgangi að Grindavík. Frá og með kl. 06.00 mánudaginn 21. október verður aðgangur að bænum opinn öllum. Augljóst er að áhugi ferðamanna vegna jarðskjálfta og eldgosa á svæðinu kann að vera töluverður og því líklegt að ferðaþjónustuaðilar fari að bjóða upp á ferðir á svæðið.

Þegar kemur að ferðþjónustu á hamfarasvæðum er nauðsynlegt að sýna ábyrgð og flana ekki að neinu. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hvetja ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að bjóða upp á ferðir til Grindavíkur að vinna ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu, hvort sem er í gegnum markaðs- og kynningarefni eða þegar kemur að framkvæmd ferðanna. Þá vilja SAF brýna fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta varkárni og tryggja öryggi sinna gesta og starfsfólks í hvívetna.

Ferðaþjónusta getur verið öflugur aðili þegar kemur að endurreisn Grindavíkur og því er mikilvægt að vanda til verka.

Pétur Óskarsson
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Tengdar fréttir

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa nú birt upptöku og kynningu frá félagsfundi afþreyingarnefndar um öryggismál í ævintýraferðaþjónustu sem fram fór var 25. september sl. …

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …