Vöndum til verka í Grindavík

Miðvikudaginn 16. október sl. tilkynnti formaður Grindavíkurnefndar breytt fyrirkomulag á aðgangi að Grindavík. Frá og með kl. 06.00 mánudaginn 21. október verður aðgangur að bænum opinn öllum. Augljóst er að áhugi ferðamanna vegna jarðskjálfta og eldgosa á svæðinu kann að vera töluverður og því líklegt að ferðaþjónustuaðilar fari að bjóða upp á ferðir á svæðið.

Þegar kemur að ferðþjónustu á hamfarasvæðum er nauðsynlegt að sýna ábyrgð og flana ekki að neinu. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hvetja ferðaþjónustuaðila sem hafa hug á að bjóða upp á ferðir til Grindavíkur að vinna ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu, hvort sem er í gegnum markaðs- og kynningarefni eða þegar kemur að framkvæmd ferðanna. Þá vilja SAF brýna fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta varkárni og tryggja öryggi sinna gesta og starfsfólks í hvívetna.

Ferðaþjónusta getur verið öflugur aðili þegar kemur að endurreisn Grindavíkur og því er mikilvægt að vanda til verka.

Pétur Óskarsson
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …