Nýting án rányrkju

Ferðaþjón­ust­an á Íslandi er öfl­ug at­vinnu­grein sem hef­ur á síðustu tveim­ur ára­tug­um fest sig í sessi sem ein af grunnstoðum ís­lenska hag­kerf­is­ins. Hún skap­ar störf um allt land, eyk­ur verðmæta­sköp­un í borg, bæj­um og sveit­um og styrk­ir þjón­ustu og mann­líf. Ef rétt er að staðið skap­ar ferðaþjón­ust­an verðmæti og styrk­ir sam­fé­lög án þess að ganga á nátt­úru­leg­ar auðlind­ir.

Í umræðu um ferðaþjón­ustu er oft bent á þann veru­leika að troðning­ur geti mynd­ast á vin­sæl­um stöðum. Það er rétt. Á stöðum á borð við Þing­velli, Gull­foss, Geysi, Selja­lands­foss, Skóga­foss, Jök­uls­ár­lón, Skafta­fell og Goðafoss koma sam­an marg­ir gest­ir á sama tíma. En þessi álags­tími er oft­ast bund­inn við fá­ein­ar klukku­stund­ir á dag, á há­anna­tím­um árs­ins. En þegar við horf­um á heild­ar­mynd­ina er staðreynd­in sú að lang­flest­ar nátt­úruperl­ur lands­ins og lang­flest­ir ferðamannastaðir eru vannýtt­ir. Þeir gætu tekið á móti miklu fleiri gest­um, alla daga árs­ins, án þess að það hefði nei­kvæð áhrif á staðinn sjálf­an, upp­lif­un gest­anna eða nærsam­fé­lags­ins. Þvert á móti gætu fleiri heim­sókn­ir haft mjög já­kvæð áhrif á upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu, fram­lag henn­ar til sam­fé­lags­ins, af­komu fyr­ir­tækja og bú­setu­skil­yrði á viðkom­andi svæði.

Ferðaþjón­ust­an er frá­brugðin flest­um öðrum at­vinnu­grein­um sem byggja á nátt­úru­auðlind­um. Hún bygg­ist á því að sýna – ekki sækja. Þannig tek­ur hún ekki fisk úr sjó eða tré úr skógi. Ferðamenn koma til að sjá, upp­lifa og skilja – ekki til að nýta auðlind í þeim skiln­ingi að hún hverfi við notk­un þótt heim­sókn­ir þeirra hafi vissu­lega áhrif. Með rétt­um innviðum, skipu­lagi og stýr­ingu er til­tölu­lega auðvelt að halda þeim áhrif­um í lág­marki. Frá ár­inu 2018 hef­ur Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un vaktað 145 áfangastaði ferðamanna á friðlýst­um svæðum og gefið út ár­legt ástands­mat. Niður­stöður mats­ins eru í heild­ina mjög góðar og meðal­ein­kunn áfangastaðanna hef­ur verið að hækka. Í síðustu skýrslu fyr­ir árið 2024 hækkuðu 12 áfangastaðir um­tals­vert á meðan ein­göngu tveir hafa lækkað að sama skapi. Áfanga­stöðum í hættu hef­ur jafn­framt fækkað, nú eru þeir ein­ung­is tveir, Suður­nám inn­an Friðlanda að Fjalla­baki og Vig­dís­ar­vell­ir í Reykja­nes­fólkvangi. Þetta eru já­kvæð merki um að stýr­ing gesta á áfanga­stöðunum og innviðaupp­bygg­ing sé að skila sér og staðfest­ir að við get­um rekið hér öfl­uga ferðaþjón­ustu án þess að ganga á nátt­úru lands­ins.

Íslensk ferðaþjón­usta hef­ur lengi haft það mark­mið að starfa allt árið um allt land. Í þessu sam­bandi hef­ur stund­um verið talað um mark­miðið að „dreifa bet­ur ferðamönn­um“ í tíma og rúmi. Það ger­ist auðvitað ekki af sjálfu sér, þó að landið okk­ar sé stórt og árið sé langt, að gest­irn­ir okk­ar komi utan há­ann­ar og fari eitt­hvað annað en á þekkt­ustu ferðamannastaðina. Margt hef­ur áunn­ist en við erum langt frá því að nýta öll þau tæki­færi sem fel­ast í grein­inni.

Íslensk ferðaþjón­usta er í harðri alþjóðlegri sam­keppni og tryggja þarf sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar á hverj­um tíma. Heil­brigt og gott rekstr­ar­um­hverfi ásamt áfram­hald­andi fjár­fest­ing­um í innviðum eru lyk­ilþætt­ir í því sam­bandi. Setja þarf fjár­magn í al­menna land­kynn­ingu til þess að laða hingað verðmæt­ustu mark­hóp­ana, en því hef­ur ekki verið sinnt frá ár­inu 2022.

Ferðaþjón­ust­an á Íslandi stend­ur á sterk­um grunni. Við búum yfir nátt­úru sem vek­ur aðdáun um all­an heim, öfl­ug­um fyr­ir­tækj­um og mannauði sem sýnt hef­ur ótrú­leg­an sveigj­an­leika og seiglu þegar gefið hef­ur á bát­inn. Við erum í dauðafæri til þess að halda áfram að þróa ferðaþjón­ust­una á Íslandi sem eina af mik­il­væg­ustu stoðum efna­hags­lífs­ins, til þess að byggja áfram und­ir framúrsk­ar­andi lífs­kjör til framtíðar.

Landið er stórt, árið er langt – og framtíð ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu er björt ef vilji er til að grípa tæki­fær­in sem eru í seil­ing­ar­fjar­lægð.

Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Greinin birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 16. júlí 2025

Tengdar fréttir

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …