Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og aðra hagaðila en farið var bæði um Snæfellsnesið og Borgarfjörðinn. Heimsóknir sem þessar til félagsmanna og sveitarstjórnarfólks víða um land eru mikilvægur þáttur í sarfsemi SAF. Þar er tilefnið að efla tengsl við félagsmenn og aðra sem koma að atvinnugreininni og heyra hvað brennur á þeim.

Margt bar á góma í samtölum við ferðaþjónustuaðila á svæðinu, meðal annars rekstrarumhverfi fyrirtækja, innviðauppbygging, staða atvinnugreinarinnar á Vesturlandi og mikilvægi markaðsetningar á svæðinu. Þá voru tækifæri og áskoranir tengdar almyrkva á sólu í ágúst 2026 einnig rædd, dreifing gesta um svæðið, elju og framtaksemi íbúa og ferðaþjónustuaðila við uppbyggingu á fjölbreyttum vörum og þjónustu, sem og mikilvægi áframhaldandi samtals við hagaðila í greininni.

SAF munu taka saman helstu ábendingar úr heimsóknum ferðarinnar og vinna áfram með fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum á svæðinu. Starfsfólk og formaður SAF þakka kærlega fyrir góðar móttökur á Vesturlandi og hlakka til áframhaldandi samstarfs.

Í ferðinni um Vesturland hittum við eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir:

Hótel Langaholt

Snæfellsnesjökulsþjóðgarður

Sker Restaurant

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar

Bæjarstjóri Stykkishólms

Sjávarpakkhúsið

Ferjuleiðir

Hótel Egilsen og Hótel Karólína

Hótel Snæfellsnes

Hvammsvík sjóböð

Basalt hótel

Krauma náttúrulaugar

Sturlureykir

Hraunfossar

Hraunsnef

Hótel Hamar

Hótel Vesturland

Englendingavík

Markaðsstofa Vesturlands

Hótel Borgarnes

Landnámssetur Íslands

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …