Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og aðra hagaðila en farið var bæði um Snæfellsnesið og Borgarfjörðinn. Heimsóknir sem þessar til félagsmanna og sveitarstjórnarfólks víða um land eru mikilvægur þáttur í sarfsemi SAF. Þar er tilefnið að efla tengsl við félagsmenn og aðra sem koma að atvinnugreininni og heyra hvað brennur á þeim.

Margt bar á góma í samtölum við ferðaþjónustuaðila á svæðinu, meðal annars rekstrarumhverfi fyrirtækja, innviðauppbygging, staða atvinnugreinarinnar á Vesturlandi og mikilvægi markaðsetningar á svæðinu. Þá voru tækifæri og áskoranir tengdar almyrkva á sólu í ágúst 2026 einnig rædd, dreifing gesta um svæðið, elju og framtaksemi íbúa og ferðaþjónustuaðila við uppbyggingu á fjölbreyttum vörum og þjónustu, sem og mikilvægi áframhaldandi samtals við hagaðila í greininni.

SAF munu taka saman helstu ábendingar úr heimsóknum ferðarinnar og vinna áfram með fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum á svæðinu. Starfsfólk og formaður SAF þakka kærlega fyrir góðar móttökur á Vesturlandi og hlakka til áframhaldandi samstarfs.

Í ferðinni um Vesturland hittum við eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir:

  • Hótel Langaholt
  • Snæfellsnesjökulsþjóðgarður
  • Sker Restaurant
  • Bæjarstjóri Snæfellsbæjar
  • Bæjarstjóri Stykkishólms
  • Sjávarpakkhúsið
  • Ferjuleiðir
  • Hótel Egilsen og Hótel Karólína
  • Hótel Snæfellsnes
  • Hvammsvík sjóböð
  • Basalt hótel
  • Krauma náttúrulaugar
  • Sturlureykir
  • Hraunfossar
  • Hraunsnef
  • Hótel Hamar
  • Hótel Vesturland
  • Englendingavík
  • Markaðsstofa Vesturlands
  • Hótel Borgarnes
  • Landnámssetur Íslands

Tengdar fréttir

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …