Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi fimmtudaginn 11. desember 2025. Fundurinn fer fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og hefst kl. 9.00.
Húsið opnar kl. 8.30 – boðið verður upp á morgunhressingu.
- Hlekkur: Nánari upplýsingar.
Flutt verða ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir SAF verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.
Fram koma:
- Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra
- Magnús Á. Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
- Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
- Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds – Bílaleigu Akureyrar
- Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála Icelandia
Pétur Óskarsson, formaður SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, leiðir umræður.
Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins