Vel sótt Ferðaþjónustuvika 2026

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og að efla samstarf og tengslanet aðila í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá. Að vikunni standa Samtök ferðaþjónustunnar, Íslenski ferðaklasinn, Íslandsstofa, Ferðamálastofa og Markaðsstofur landshlutanna.

Er þetta í þriðja sinn sem Ferðaþjónustuvikan fer fram en í ár var metþáttaka í öllum viðburðum vikunnar og ljóst er að þessi vika hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir leikna og lærða á vettvangi íslenskrar ferðaþjónustu.

Fjölbreytt dagskrá

Áður en Ferðaþjónustuvikan hófst á þriðjudeginum var konum í ferðaþjónustu boðið í glæsilegan hádegishitting en um 150 konur komu þar saman og áttu góða stund. Ferðaþjónustuvikan hófst svo formlega með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar sem SAF, Íslenski ferðaklasinn og KPMG standa að. Lesa má nánar um þessa viðburði með því að smella á hlekkina hér að neðan.

  • Nýársmálstofa ferðaþjónustunnar

Á miðvikudeginum tók svo við heill dagur af viðburðum á Hilton Reykjavík Nordica. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá en fjallað var um gervigreind og tækni, markaðsmál, öryggi í ferðaþjónustu og menningar- og söguferðaþjónustu, auk MICELAND og Ferðatæknimóts. Hægt er að horfa á upptöku af deginum á vef Ferðamálastofu.

Mannamót markaðsstofa landshlutanna fór svo fram á seinasta degi Ferðaþjónustuvikunnar en yfir 1800 manns, sýnendur og gestir, lögðu leið sína í Kórinn til að kynnast öllu því sem ferðaþjónusta á landsbyggðinni hefur upp á að bjóða. Vikunni lauk svo með glæsilegu lokahófi um kvöldið.

Takk og sjáumst næst!

Samtök ferðaþjónustunnar þakka aðstandendum vikunnar fyrir gott samstarf, þátttakendum viðburða fyrir sitt innlegg og öllum gestum fyrir að mæta og taka þátt í samtalinu. Sjáumst í Ferðaþjónustuvikunni að ári liðnu í janúar 2027!

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …