Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til formanns og stjórnar SAF á aðalfundi 2026

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær dregur. 

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. 

Í kjörnefnd sitja: 

Lagabreytingartillaga – Fjölgun í stjórn SAF 

Fyrir aðalfundi SAF 2026 liggur tillaga um breytingu á lögum samtakanna sem gengur út á að fjölga meðstjórnendum í stjórn SAF úr sex (6) í átta (8) ásamt því að fella á brott ákvæði laga samtakanna um varamenn í stjórn. Stjórn SAF verði því skipuð níu (9) manns í stað sjö (7) í dag. Engir varamenn verða í stjórn. Lagabreytingin myndi taka strax gildi, verði hún samþykkt á aðalfundinum, og níu manna stjórn tekur þá strax til starfa að aðalfundi loknum. 

Á aðalfundi SAF 26. mars verður því kosið um fimm (5) meðstjórnendur, fjórir (4) efstu í kosningunum verða kjörnir til tveggja ára (2026-2028) en einn (1) til eins árs (2026-2027). Þá fer einnig fram kosning formanns til næstu tveggja ára (2026-2028). 

Lagabreytingartillöguna má kynna sér betur í hlekknum hér að neðan. 

Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2026 – 2028. Formaður SAF er kjörinn til tveggja ára í senn. Samkvæmt núgildandi lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. 

Framangreind lagabreytingartillaga hefur engin áhrif á kjör formanns SAF. Lagabreytingartillagan hefur hins vegar þau áhrif að á aðalfundi SAF 2026 verður kjörið um fimm meðstjórnendur. Fjórir efstu í kosningunum verða kjörnir til tveggja ára (2026-2028) en einn til eins árs (2026-2027). 

Hægt er að senda inn framboð eða tilnefningar á netfangið saf@saf.is eða með því að hafa samband við fulltrúa í kjörnefnd, en netföng þeirra eru hér að ofan.

Framboð skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 12. mars 2026.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 19. mars 2026.

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …