Hópmálsókn gegn Booking.com lögð fram fyrir dómstól í Amsterdam

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna svokallaðra verðjöfnunarskilmála (e. parity clauses) Booking.com, sem hafa valdið samkeppnisröskun á gistimarkaði og veikt beinar söluleiðir hótela um árabil.

Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá 19. september 2024, þar sem staðfest var að verðjöfnunarskilmálar Booking.com féllu undir og brytu gegn evrópskum samkeppnisreglum.

Samkvæmt framlagðri kröfugerð eru þúsundir hótela víðs vegar um Evrópu aðilar að málinu. Kröfugerðin er lögð fram af sjálfstæðri stofnun sem fer með málssóknina fyrir hönd hótelanna, með stuðningi HOTREC og meira en 30 landssamtaka gistigeirans í Evrópu. Gert er ráð fyrir að kröfum vegna enn fleiri hótela verði bætt við málsóknina á árinu 2026.

Nánari upplýsingar

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …