Menntadagur atvinnulífsins 2026

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“

Á íslenskum vinnustöðum fer fram ómetanleg menntun á hverjum degi. Þar öðlast fólk hæfni í nýrri tækni, þróar aðferðir og skapar verðmæti sem styrkja bæði fyrirtæki og samfélagið í heild. Þessi þekking er mikilvæg auðlind, en hún nýtist ekki til fulls nema með markvissu samstarfi atvinnulífs og menntakerfis.

Menntadagur atvinnulífsins er vettvangur þar sem fyrirtæki, menntastofnanir, stjórnvöld og aðrir hagaðilar koma saman til að ræða hvernig menntun getur betur mætt raunverulegum þörfum framtíðarinnar.

Fjölbreytt dagskrá

Dagskrá Menntadags atvinnulífsins verður fjölbreytt og áhugaverð. Sérstaklega er sjónum beint að samspili og samvinnu atvinnulífs og skóla. Þátttakendur koma víða að úr atvinnulífi, menntakerfi, stjórnmálum og stjórnsýslu.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fjallar um viðamikla könnun sem lögð hefur verið fyrir forsvarsfólk fyrirtækja innan vébanda SA.

Inga Sæland, mennta- og barnamálaráðherra, Logi Einarsson, menningar- og háskólaráðherra og Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg sitja fyrir svörum í pallborði hjá Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI.

Helga Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Arion banka, Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech, ræða málin í pallborði hjá Sigtryggi Magnasyni, forstöðumanni miðlunarsviðs SA.

Kastljósinu verður beint að samstarfi Norðlenska og VMA, starfinu í Elliðaárstöð og Bláa lóninu. Þá fáum við innlegg frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og Sigurði Svavari Indriðasyni, sviðsstjóra bílgreinasviðs Iðunnar.

Síðast en ekki síst verður tilkynnt um menntafyrirtæki ársins og menntasprota.

SKRÁNING FER FRAM HÉR

Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni SAF, SA, SI, SVÞ, SFS, SFF og Samorku.

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …