Jakob Einar Jakobsson

[:IS]

Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar
Jakob er framkvæmdastjóri og annar eigandi Jómfrúarinnar, þess rótgróna veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Jakob hefur setið í stjórn SAF undanfarið ár.
Jakob er fæddur árið 1983 og hefur verið viðloðandi veitingarekstur frá árinu 2003, aðallega á Jómfrúnni, en hann hefur líka komið að rekstri annarra staða hvort sem er í hlutverki meðeiganda, framkvæmdastjóra eða ráðgjafa. Í þessu samhengi ber hæst að nefna opnun veitingastaðar í Hörpu í Reykjavík 2011 þar sem hann var eigandi og framkvæmdastjóri í þrjú ár.
Undanfarið ár hefur Jakob setið í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og fóstrað veitinganefnd samtakanna.
Jakob lauk BS gráðu í rekstri og stjórnun með áherslu á íþróttir (sport management) árið 2008 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015.
Meðfram námi í Osló (2005-2008) starfaði Jakob m.a. við fararstjórn og stjórnarsetu í nefndum á vegum Skíðasambands Íslands, hjá X event viðburðafyrirtæki, hjá Glitni banka í viðburðadeild og við lýsingar skíðamóta og skrif hjá RÚV sjónvarp.[:]

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …