10 leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni

SAF kynntu á dögunum 10 leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni í beinni útsendingu á facebook síðu samtakanna.

Á síðustu tíu árum hefur uppbygging ferðaþjónustu um allt land leitt af sér meiri og fjölbreyttari uppbyggingu atvinnutækifæra, betri lífskjör og meiri möguleika til þróunar og styrkingar fjölda samfélaga fjarri höfuðborgarsvæðinu en áratugina þar á undan.

Vegna breytinga á samkeppnisstöðu áfangastaðarins Íslands hefur samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hins vegar tekið breytingum og slíkar sveiflur í samhengi við síaukinn kostnað og erfitt rekstrarumhverfi fyrirtækja þrengja ekki síst að ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Það er mikið hagsmunamál fyrir íslenska ferðaþjónustu, og samfélagið í heild, að rekstrargrundvöllur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki um allt land sé góður, allt árið um kring. Það er nauðsynlegt fyrir vöruþróun og nýsköpun í greininni, auk þess sem það styður markmið um áframhaldandi styrkingu byggða, uppbyggingu heils árs atvinnutækifæra og dreifingu álags vegna umferðar ferðamanna um landið.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa tekið saman 10 leiðir til að efla ferðaþjónustu, atvinnulíf og lífskjör á landsbyggðinni. Tillögunum er ekki ætlað að vera tæmandi heldur benda á ýmislegt sem er hægt og þarft að gera. Aðgerðir þessar krefjast að sjálfsögðu náinnar samvinnu hins opinbera og atvinnugreinarinnar.

Smellið á tenglana hér að neðan til að horfa á kynninguna eða sækja tillögurnar á pdf formi:

Kynningin á PDF formi

Upptaka frá kynningunni (20 mín)

SAF – fagmennska í ferðaþjónustu!

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …