Kynning á frambjóðendum til stjórnar SAF starfsárin 2020 – 2022

Rafrænn aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00.

  • Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna HÉR.
Frambjóðendur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi 2020.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.

Kynning á frambjóðendum til stjórnar SAF:

Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.

Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa fengið upplýsingar sendar um kosningarnar sem standa til kl. 12.00 miðvikudaginn 6. maí.

Kjósa skal þrjá frambjóðendur – hvorki fleiri né færri.

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …