Covid-19 getur talist ófyrirsjáanlegur atburður m.t.t. samningsskuldbindinga

Í fjölskipuðum dómi héraðsdóms Reykjaness í máli Fosshótel Reykjavík gegn Íþöku fasteignum er tekin málefnaleg afstaða til þess hvort heimsfaraldur kórónaveiru geti talist ófyrirsjáanlegur atburður sem geti haft áhrif á  samningsskuldbindingar aðila.

Hér má lesa dóminn í heild: https://www.heradsdomstolar.is/domar/domur/?id=80d318b1-7586-4f58-ba7e-777f9d67f94d

Dómurinn kemst að þeirri samhljóða niðurstöðu að svo sé. Dómurinn  getur haft almenna skírskotun fyrir ýmis aðildarfyrirtæki SAF t.d. hvað varðar samningsákvæði um leiguverð og jafnvel aðrar samningsskuldbindingar í ljósi heimsfaraldursins. Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að rétt sé að víkja verðákvæði leigusamnings málsaðila tímabundið til hliðar á grundvelli 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 en dómurinn lækkaði leiguverðið um helming fyrir tímabil frá 1. apríl 2020 til 31. mars 2021. Í rökstuðningi dómsins segir:

“Við mat á því hvort það verður talið ósanngjarnt af hálfu gagnstefnanda [Íþaka] að bera fyrir sig óbreytt verðákvæði leigusamningsins vegna atvika sem síðar komu til ber að líta til þess að þær aðstæður sem hafa skapast vegna heimsfaraldurs af völdum kórónaveirunnar (SARS-CoV-2) sem veldur COVID-19 sjúkdómnum voru ófyrirséðar þegar samningurinn var gerður. Gríðarlegur samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu vegna aðstæðna sem rekja má til heimsfaraldursins. Aðalstefnandi rekur eitt stærsta hótel landsins og byggir afkomu sína nær eingöngu á erlendum ferðamönnum. Hefur rekstrargrundvöllur aðalstefnanda [Fosshótel Reykjavík] raskast gríðarlega vegna þeirra aðstæðna sem rekja má til heimsfaraldursins, einkum ferðatakmarkana, og hefur ekki verið grundvöllur til að halda hótelinu opnu. Eru málefnalegar ástæður fyrir því að þessu tiltekna hóteli hafi verið lokað.”

Síðastnefnda tilvitnunin er einnig athyglisverð fyrir þá félagsmenn SAF sem reka hótel og gististaði enda er það mat dómsins í þessu máli að þær rekstraraðstæður sem Covid-19 veldur raski svo rekstrargrundvellinum að réttlætanlegt getur talist að loka viðkomandi gististað á meðan heimsfaraldur og/eða ferðatakmarkanir vara.

Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …