Ríkisstjórnin slaki á landamærahindrunum samhliða afléttingu innanlands

Ríkisstjórn Íslands hefur nýverið kynnt áform sín um afléttingu takmarkana vegna sóttvarna innanlands. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að skýr efnahagsleg rök sýna að nú sé rétt að létta á takmörkunum á landamærum samhliða afléttingu innanlandstakmarkana.

SAF skora á stjórnvöld að aflétta aukahindrunum á bólusetta erlenda ferðamenn án tengsla við Ísland þegar í stað samhliða frekari afléttingu takmarkana innanlands sem heilbrigðisráðherra hefur boðað að staðið geti til í kjölfar ríkisstjórnarfundar næstkomandi föstudag.

Það er óásættanlegt að aukahindrunum á bólusetta ferðamenn sé viðhaldið með tilheyrandi efnahagslegum skaða á sama tíma og tilkynnt er að allar aðstæður séu nú til staðar til að aflétta sóttvarnatakmörkunum, m.a. að hætta á ofálagi á heilbrigðiskerfið sé ekki lengur jafn mikil og áður.

57 milljarðar króna geta tapast

SAF hafa áður bent á að mat flugfélaga sem fljúga til Íslands er að aukatakmarkanir á bólusetta ferðamenn valdi um 10-38% falli á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Ef miðað er við 20% eftirspurnarfall, meðalútgjöld ferðamanna á Íslandi í júlí 2021 og nýja spá Íslandsbanka um ferðamannafjölda þýðir það að rúmlega 57 milljarða króna bein verðmæti geti tapast á ársgrundvelli vegna núgildandi takmarkana. Það þýðir að tjón af völdum landamærahindrana er á við verðmæti af allri loðnuvertíð vetrarins.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin  og Ferðamálastofnun SÞ mæla með afnámi landamærahindrana

Þann 19. janúar sl. gaf Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO út yfirlýsingu þar sem ríki heims eru hvött til að láta af landamærahindrunum í sóttvarnaskyni, enda hafi slíkar hindranir ekki skilað tilætluðum árangri heldur auki þvert á móti á efnahagslegan og félagslegan vanda vegna faraldursins:

6. MODIFIED: Lift or ease international traffic bans as they do not provide added value and continue to contribute to the economic and social stress experienced by States Parties. The failure of travel restrictions introduced after the detection and reporting of Omicron variant to limit international spread of Omicron demonstrates the ineffectiveness of such measures over time. Travel measures (e.g. masking, testing, isolation/quarantine, and vaccination) should be based on risk assessments and avoid placing the financial burden on international travellers in accordance with Article 40 of the IHR.  WHO advice for international traffic in relation to the SARS-CoV-2 Omicron variant 

Þann 27. janúar sl. sendi Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNWTO frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir tilmæli WHO að fullu og bent á að ferðahindranir skili ekki þeim árangri sem þeim er ætlað, enda hafi útbreiðsla Omicron afbrigðisins þrátt fyrir ferðahindranir ríkja á milli sýnt það svart á hvítu:

Citing the varied global  responses to the emergence of the of the Omicron variant of COVID-19, WHO has reiterated that restrictions on travel are not effective in suppressing the international spread. In line with UNWTO’s recurring warning against the use of blanket restrictions, the 10th meeting of the WHO’s International Health Regulations Emergency Committee (Geneva, 19 January) expressed concern that such measures can cause economic and social harm. They may also “discourage transparent and rapid reporting of emerging Variants of Concern”, the WHO added. The Committee also noted that measures applied to international travellers such as testing, isolation and quarantine, and vaccinations, should be based on “risk assessments and avoid placing the financial burden on international travellers in accordance with Article 40 of the IHR”.

Takmarkanir muni hafa ótvíræð neikvæð áhrif á eftirspurn

SAF benda sem fyrr á að allar aðgerðir varðandi sóttvarnir á landamærum hafa áhrif langt fram í tímann og að áframhaldandi takmarkanir muni hafa ótvíræð neikvæð áhrif á eftirspurn ferðaþjónustu inn í sumarið. Samtökin skora því á stjórnvöld að taka ofangreind rök til greina og aflétta strax kröfu um neikvætt próf fyrir byrðingu af bólusettum erlendum ferðamönnum.

Samtök ferðaþjónustunnar, 9. febrúar 2022.

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …