Félagskonur í SAF sóttu Center hotels heim

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn var hluti af verkefninu Konur í ferðaþjónustu, sem SAF hafa ýtt úr vör. Markmið verkefnisins er að skapa vettvang til að efla tengslanet og samstöðu meðal kvenna í atvinnugreininni en því er einnig ætlað að miðla fræðslu og hagnýtum upplýsingum ásamt því að veita innblástur og hvatningu til frekari þátttöku og forystu kvenna í ferðaþjónustu.

Stígðu inn í styrkinn þinn

Á viðburðinum fengu SAF leikkonuna og stjórnendaþjálfarann Maríu Ellingsen til að vera með erindið „Stígðu inn í styrkinn þinn og hafðu áhrif!“. Í erindinu veitti María þátttakendum innblástur og deildi verkfærum sem auka sjálfstraust í að koma fram, hvort heldur sem er á fundum, kynningum eða í fjölmiðlum. Mikil ánægja var meðal viðstaddra með hagnýt og góð ráð Maríu.

Glæsilegt heimboð Center hotels

Fyrsta fyrirtækjaheimsókn kvenna í ferðaþjónustu var í boði Center hotels en Eva Jósteinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu, tók vel á móti hópnum. Eva var einnig með erindi þar sem hún fór skemmtilega yfir sögu Center hotels, sem og hennar eigin reynslusögu innan ferðaþjónustunnar og hjá fyrirtækinu.

Samtök ferðaþjónustunnar þakka Center hotels fyrir heimboðið og Maríu Ellingsen fyrir frábær innlegg og gott samstarf, sem og öllum félagskonum samtakanna sem lögðu leið sín á Granda.

Konur hvattar til þátttöku

Vettvangur sem þessi er jákvæð viðbót við tengslanet kvenna í atvinnugreininni. Við hvetjum því áhugasamar til að skrá sig á póstlista verkefnisins og fylgjast með miðlum SAF.
Hægt er að skrá sig á póstlistann hér.

Tengdar fréttir

Byggjum áfram á traustum grunni Þegar árið 2025 er kvatt er eðlilegt að staldra við og draga lærdóm af ári sem var …

Jólakveðja SAF 2025

Samtök ferðaþjónustunnar óska þér og þínum gleðilegra jóla og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa SAF verður lokuð …

Þann 19. nóvember hélt gististaðanefnd SAF opinn fagnefndarfund þar sem farið var yfir helstu þróun í rekstri gististaða, nýjustu gögn um skammtímaleigu …

Hér má fylgjast með fundi um Skattspor ferðaþjónunnar í þráðbeinni útsendingu frá Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 11. desember og …

Félagskonum í Samtökum ferðaþjónustunnar var boðið á glæsilegan viðburð, í samstarfi við Center hotels, á Grandi by Center þriðjudaginn 9. desember. Viðburðurinn …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um drög að atvinnustefnu Íslands – vaxtarplan til 2035. Í umsögninni eru dregnar fram nokkrar …